Nýlega var mér bent á að það væri eitthvað vesen með athugasemdakerfið á síðunni, að fólk geti ekki alltaf skrifað athugasemdir. Þessi færsla er skrifuð með það í huga að kanna þetta nánar.
Vinsamlegast smellið hér og takið þátt í könnun. Takk fyrir. Ég laga vandamálið, ef það er til staðar.
miðvikudagur, 16. maí 2007
þriðjudagur, 15. maí 2007
mánudagur, 14. maí 2007
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég svaf í um 4 tíma í nótt vegna NBA úrslitakeppninnar. Í nótt unnu Jazz (mitt lið) Warriors (einhvers annars lið) sannfærandi á útivelli. Allavega, ég er með þreyttari mönnum í dag. Svo þreyttur að ég held ekki jafnvægi, sem er frekar skrítið þar sem ég sit.
Allavega, hérmeð tilkynnist að ég mun eyða sumrinu í Reykjavík að mestu, vinnandi hjá 365. Þetta verður fyrsta sumarið sem ég eyði ekki á Egilsstöðum síðan ég bjó í Trékyllisvík árið 1989.
Umorðað: Það verður ekkert sumar hjá mér í sumar.
Allavega, hérmeð tilkynnist að ég mun eyða sumrinu í Reykjavík að mestu, vinnandi hjá 365. Þetta verður fyrsta sumarið sem ég eyði ekki á Egilsstöðum síðan ég bjó í Trékyllisvík árið 1989.
Umorðað: Það verður ekkert sumar hjá mér í sumar.
sunnudagur, 13. maí 2007
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Risessa nokkur, 8 metra há strengjabrúða, arkaði um miðbæ Reykjavíkur síðustu daga og reyndi að stöðva pabba sinn sem hafði lagt allt í rúst (efnahagur Reykjavíkur er í molum eftir það ævintýri). Sjá frétt m.a. hér.
Þessi Risessa er gríðarlega vinsæl, sérstaklega á meðal ungra karlmanna. Heimspekingar og sálfræðingar víðsvegar um heiminn telja að ástæðan fyrir vinsældum á meðal ungra karla sé sú að Risessa þessi fangi ágætlega þá stemningu sem myndaðist við æskuárin þegar þeir hafa leikið sér með stríðsleikföng. Það, eða vegna þess að Risessan er ekki í neinum nærbuxum. Ekki að það skipti neinu máli. Þetta er list.
Þessi Risessa er gríðarlega vinsæl, sérstaklega á meðal ungra karlmanna. Heimspekingar og sálfræðingar víðsvegar um heiminn telja að ástæðan fyrir vinsældum á meðal ungra karla sé sú að Risessa þessi fangi ágætlega þá stemningu sem myndaðist við æskuárin þegar þeir hafa leikið sér með stríðsleikföng. Það, eða vegna þess að Risessan er ekki í neinum nærbuxum. Ekki að það skipti neinu máli. Þetta er list.
föstudagur, 11. maí 2007
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gær fann ég linsu í auganu á mér. Hana fann ég ca 4 tímum eftir að ég taldi mig hafa glatað henni í sturtuklefanum eftir körfuboltaæfingu kvöldsins. Linsutapið fannst mér frekar grunsamlegt þar sem ég var með mjög slæman verk í auganu sem linsan átti að vera í. Ástæðan var sennilega sú að hún snerti á mér heilann.
Þetta opnar mér ýmsa möguleika. Aldrei áður hefur mér dottið í hug að leita í auganu á mér að einhverju sem ég týni.
Ég týndi mikilvægri kvittun um daginn. Ég virðist ekki finna hana, ennþá, í auganu. Svo tapaði ég sakleysi mínu fyrir nokkrum klukkutímum. Hver veit, kannski er það í auganu.
Þetta opnar mér ýmsa möguleika. Aldrei áður hefur mér dottið í hug að leita í auganu á mér að einhverju sem ég týni.
Ég týndi mikilvægri kvittun um daginn. Ég virðist ekki finna hana, ennþá, í auganu. Svo tapaði ég sakleysi mínu fyrir nokkrum klukkutímum. Hver veit, kannski er það í auganu.
fimmtudagur, 10. maí 2007
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Utah Jazz vann síðastliðna nótt annan leikinn gegn Golden State og eru nú yfir 2-0. Leikurinn var einn sá mest spennandi sem ég hef um ævina séð. Ég vil ekki valda ykkur andlegum niðurgangi með meira íþróttatengdu, fyrir utan eftirfarandi setningum og mynd:
Andrei Kirilenko er besti varnarmaður NBA deildarinnar og ég vil eignast börn með honum. Ég vona að Soffía taki vel í hugmyndina. Ég hef ekki hugað að barneignum síðan John Stockton var og hét. Hér er mynd af rússneska goðinu Kirilenko:

Til gamans má geta þess að þessi mynd blasir við mér þá daga sem ég kveiki tölvunni minni, á desktoppinu.
Hvern er ég að gabba? Hún blasir við mér hvern einasta dag, alltaf. Á mynd. Í veskinu mínu.
Andrei Kirilenko er besti varnarmaður NBA deildarinnar og ég vil eignast börn með honum. Ég vona að Soffía taki vel í hugmyndina. Ég hef ekki hugað að barneignum síðan John Stockton var og hét. Hér er mynd af rússneska goðinu Kirilenko:

Til gamans má geta þess að þessi mynd blasir við mér þá daga sem ég kveiki tölvunni minni, á desktoppinu.
Hvern er ég að gabba? Hún blasir við mér hvern einasta dag, alltaf. Á mynd. Í veskinu mínu.
miðvikudagur, 9. maí 2007
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hrós gærdagsins fær Ari Matthíasson fyrir að svara spurningu dagsins í Fréttablaði gærdagsins með sprelli. Sprellið felur í sér grín með minnihlutahóp og minnimáttarkenndarhóp, sem gæti valdið því að fólk í þessum hópum verði brjálað. Hann fórnar þar með geðheilsu sinni fyrir gott grín. Skál fyrir þér, Ari.
Þetta er hrós gærdagsins af því ég gleymdi að henda þessu inn þá.
þriðjudagur, 8. maí 2007
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þetta pólitíska próf tók ég á vef Bifrestinga einhverra. Stórsniðugt. Hér er niðurstaða mín:
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 0%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 30%
Stuðningur við Samfylkinguna: 37.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 62.5%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 20%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 40%
Þetta er mín umsögn um þetta: ó boj!
Allavega, endilega allir (lesendur) taki prófið [hérna] og birtið niðurstöður í athugasemdum eða ég bið guð um að drepa ykkur, með mannafórnum.
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 0%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 30%
Stuðningur við Samfylkinguna: 37.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 62.5%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 20%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 40%
Þetta er mín umsögn um þetta: ó boj!
Allavega, endilega allir (lesendur) taki prófið [hérna] og birtið niðurstöður í athugasemdum eða ég bið guð um að drepa ykkur, með mannafórnum.
sunnudagur, 6. maí 2007
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í nótt gerði ég eitthvað sem ég hef aldrei gert áður. Ég dansaði [áfengis]edrú heima hjá mér klukkan rúmlega 4 um morgun af svo mikilli innlifun að ekki einu sinni dauðadrukknar mellur, haldandi að þær séu "the shit", komast með tærnar þar sem ég hef hælana. Ég dansaði þó algjörlega hljóðlaust, þar sem ég vildi ekki vekja Soffíu.
Ástæðan er annarsvegar sú að ég borðaði um 40 kíló af nammi í kvöld og hinsvegar að liðið mitt, Utah Jazz, vann 7. leikinn gegn Houston Rockets í nótt, en ég horfði á hann á netinu, öskrandi mig hásan í huganum. Þvílík alsæla! Jazz komast því í næstu umferð og mæta Golden State Warriors.
Ég varð að skrifa þetta niður svo ég geti séð á morgun hvort mig var að dreyma eða ekki. Góða nótt.
Ástæðan er annarsvegar sú að ég borðaði um 40 kíló af nammi í kvöld og hinsvegar að liðið mitt, Utah Jazz, vann 7. leikinn gegn Houston Rockets í nótt, en ég horfði á hann á netinu, öskrandi mig hásan í huganum. Þvílík alsæla! Jazz komast því í næstu umferð og mæta Golden State Warriors.
Ég varð að skrifa þetta niður svo ég geti séð á morgun hvort mig var að dreyma eða ekki. Góða nótt.
fimmtudagur, 3. maí 2007
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég rakaði mig í gærkvöldi með úreltu rakvélablaði. Ég bið Reykjavík afsökunnar á rauða sjónum í dag. Ég bið líka andlitið á mér afsökunnar fyrir misþyrminguna.
Ef ég lifi þetta af þá ætla ég að kaupa mér nýja rakvél fyrir næsta rakstur, þar sem þetta er henni að kenna en ekki klaufaskapnum í mér.
Ef ég lifi þetta af þá ætla ég að kaupa mér nýja rakvél fyrir næsta rakstur, þar sem þetta er henni að kenna en ekki klaufaskapnum í mér.
miðvikudagur, 2. maí 2007
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er lítið að frétta þessa dagana. Hér er svona það helsta:
1. Rússar réðust inn í veldi mitt og hertóku nokkrar borgir. Ég tók upp herhvaðningu, við litla hrifningu, en náði þó að hrekja þá til baka og gott betur. Þá urðu aðrar þjóðir ósáttar og lýstu yfir stríði. Ég er í stökustu vandræðum.
2. Ég hef verið að spila Civilization IV tölvuleikinn svo mikið undanfarið að ég veit varla hvað er raunverulegt og hvað ekki.
3. Ég flaug upp á Kárahnjúka í nótt og synti í lóninu, áður en ég fékk mér hraðbát og fór í kapp við einhvern. Fín afþreying.
4. Mig dreymdi að ég væri skrifandi þessa færslu rétt í þessu í vinnunni. Þvílík martröð.
1. Rússar réðust inn í veldi mitt og hertóku nokkrar borgir. Ég tók upp herhvaðningu, við litla hrifningu, en náði þó að hrekja þá til baka og gott betur. Þá urðu aðrar þjóðir ósáttar og lýstu yfir stríði. Ég er í stökustu vandræðum.
2. Ég hef verið að spila Civilization IV tölvuleikinn svo mikið undanfarið að ég veit varla hvað er raunverulegt og hvað ekki.
3. Ég flaug upp á Kárahnjúka í nótt og synti í lóninu, áður en ég fékk mér hraðbát og fór í kapp við einhvern. Fín afþreying.
4. Mig dreymdi að ég væri skrifandi þessa færslu rétt í þessu í vinnunni. Þvílík martröð.
þriðjudagur, 1. maí 2007
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Mig hefur alltaf langað til að eiga svalt gælunafn eins og "Ljónið" ef ég væri skapstór (og/eða rauðhærður) eða "Marglyttan" ef ég væri sérstaklega liðugur (og/eða glær).
Ég hef þó komist að því að þetta gerist ekki á sjálfu sér. Ég hef því ákveðið að breyta nafninu mínu í Jón og byrja að reykja. Ofan á þetta mun ég svo breyta um útlit mjög oft. Ef ég get vanið mig á þann ósóma að reykja Camel, þá er mér ekkert til fyrirstöðu að verða kallaður "Kamel-jón" eða "Kamelljónið".
Ég gef fólki þannig möguleika á tveimur gælunöfnum sem eru mjög svipuð en hljóma eins. Spennandi, heilsulausir og illa lyktandi tímar framundan!
Ég hef þó komist að því að þetta gerist ekki á sjálfu sér. Ég hef því ákveðið að breyta nafninu mínu í Jón og byrja að reykja. Ofan á þetta mun ég svo breyta um útlit mjög oft. Ef ég get vanið mig á þann ósóma að reykja Camel, þá er mér ekkert til fyrirstöðu að verða kallaður "Kamel-jón" eða "Kamelljónið".
Ég gef fólki þannig möguleika á tveimur gælunöfnum sem eru mjög svipuð en hljóma eins. Spennandi, heilsulausir og illa lyktandi tímar framundan!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)