sunnudagur, 6. maí 2007

Í nótt gerði ég eitthvað sem ég hef aldrei gert áður. Ég dansaði [áfengis]edrú heima hjá mér klukkan rúmlega 4 um morgun af svo mikilli innlifun að ekki einu sinni dauðadrukknar mellur, haldandi að þær séu "the shit", komast með tærnar þar sem ég hef hælana. Ég dansaði þó algjörlega hljóðlaust, þar sem ég vildi ekki vekja Soffíu.

Ástæðan er annarsvegar sú að ég borðaði um 40 kíló af nammi í kvöld og hinsvegar að liðið mitt, Utah Jazz, vann 7. leikinn gegn Houston Rockets í nótt, en ég horfði á hann á netinu, öskrandi mig hásan í huganum. Þvílík alsæla! Jazz komast því í næstu umferð og mæta Golden State Warriors.

Ég varð að skrifa þetta niður svo ég geti séð á morgun hvort mig var að dreyma eða ekki. Góða nótt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.