Risessa nokkur, 8 metra há strengjabrúða, arkaði um miðbæ Reykjavíkur síðustu daga og reyndi að stöðva pabba sinn sem hafði lagt allt í rúst (efnahagur Reykjavíkur er í molum eftir það ævintýri). Sjá frétt m.a. hér.
Þessi Risessa er gríðarlega vinsæl, sérstaklega á meðal ungra karlmanna. Heimspekingar og sálfræðingar víðsvegar um heiminn telja að ástæðan fyrir vinsældum á meðal ungra karla sé sú að Risessa þessi fangi ágætlega þá stemningu sem myndaðist við æskuárin þegar þeir hafa leikið sér með stríðsleikföng. Það, eða vegna þess að Risessan er ekki í neinum nærbuxum. Ekki að það skipti neinu máli. Þetta er list.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.