Í gær fann ég linsu í auganu á mér. Hana fann ég ca 4 tímum eftir að ég taldi mig hafa glatað henni í sturtuklefanum eftir körfuboltaæfingu kvöldsins. Linsutapið fannst mér frekar grunsamlegt þar sem ég var með mjög slæman verk í auganu sem linsan átti að vera í. Ástæðan var sennilega sú að hún snerti á mér heilann.
Þetta opnar mér ýmsa möguleika. Aldrei áður hefur mér dottið í hug að leita í auganu á mér að einhverju sem ég týni.
Ég týndi mikilvægri kvittun um daginn. Ég virðist ekki finna hana, ennþá, í auganu. Svo tapaði ég sakleysi mínu fyrir nokkrum klukkutímum. Hver veit, kannski er það í auganu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.