Það er lítið að frétta þessa dagana. Hér er svona það helsta:
1. Rússar réðust inn í veldi mitt og hertóku nokkrar borgir. Ég tók upp herhvaðningu, við litla hrifningu, en náði þó að hrekja þá til baka og gott betur. Þá urðu aðrar þjóðir ósáttar og lýstu yfir stríði. Ég er í stökustu vandræðum.
2. Ég hef verið að spila Civilization IV tölvuleikinn svo mikið undanfarið að ég veit varla hvað er raunverulegt og hvað ekki.
3. Ég flaug upp á Kárahnjúka í nótt og synti í lóninu, áður en ég fékk mér hraðbát og fór í kapp við einhvern. Fín afþreying.
4. Mig dreymdi að ég væri skrifandi þessa færslu rétt í þessu í vinnunni. Þvílík martröð.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.