Ég svaf í um 4 tíma í nótt vegna NBA úrslitakeppninnar. Í nótt unnu Jazz (mitt lið) Warriors (einhvers annars lið) sannfærandi á útivelli. Allavega, ég er með þreyttari mönnum í dag. Svo þreyttur að ég held ekki jafnvægi, sem er frekar skrítið þar sem ég sit.
Allavega, hérmeð tilkynnist að ég mun eyða sumrinu í Reykjavík að mestu, vinnandi hjá 365. Þetta verður fyrsta sumarið sem ég eyði ekki á Egilsstöðum síðan ég bjó í Trékyllisvík árið 1989.
Umorðað: Það verður ekkert sumar hjá mér í sumar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.