þriðjudagur, 1. maí 2007

Mig hefur alltaf langað til að eiga svalt gælunafn eins og "Ljónið" ef ég væri skapstór (og/eða rauðhærður) eða "Marglyttan" ef ég væri sérstaklega liðugur (og/eða glær).

Ég hef þó komist að því að þetta gerist ekki á sjálfu sér. Ég hef því ákveðið að breyta nafninu mínu í Jón og byrja að reykja. Ofan á þetta mun ég svo breyta um útlit mjög oft. Ef ég get vanið mig á þann ósóma að reykja Camel, þá er mér ekkert til fyrirstöðu að verða kallaður "Kamel-jón" eða "Kamelljónið".

Ég gef fólki þannig möguleika á tveimur gælunöfnum sem eru mjög svipuð en hljóma eins. Spennandi, heilsulausir og illa lyktandi tímar framundan!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.