Finnur.tk kunngjörir: Heimkoma verður á föstudaginn næstkomandi, 10. desember 2004, klukkan 17:00 að staðartíma, flugvelli Egilsstaða. Blómkransar eru afþakkaðir en geðlæknir væri vel þeginn ásamt skúffuköku.
Ég vil annars þakka kærlega skemmtileg ummæli síðustu daga. Ég hef sjaldan hlegið jafnmikið og um leið farið jafnmikið hjá mér. Allir að skrifa ummæli fyrir neðan hverja færslu.
mánudagur, 6. desember 2004
sunnudagur, 5. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Loksins hef ég fundið textann á netinu við lagið Around the world með Daft punk. Fínt lag en textinn er þó betri. Hér getið þið lesið hann og á þessari síðu getið þið fengið að heyra sýnishorn af laginu.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
laugardagur, 4. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það muna allir eftir Bylgju sem ég gerði útaf við í samkeppni um markaðsstöðu í internetheimum um árið. Hún hætti snarlega að blogga eftir eitthvað útspilið mitt en nú lítur út fyrir að hún sé komin aftur og tvöfalt öflugri en áður. Ekki nóg með að hún bloggi eins og hún eigi lífið að leysa heldur er hún komin með .tk nafn, rétt eins og ég. Bylgjafagra.tk, gjörið svo vel. Áfram Bylgja! Þú getur þetta.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er þessari önn lokið. Hún skilur eftir sig:
* Vonandi fjóra áfanga tekna í viðbót.
* Ca 20 kg af pappír og bókum ýmiskonar.
* Enn eina skuldahlussuna.
* Gjörsamlega útkeyrðan, áfengissveltan, taugaveiklaðan, næstum því miðaldra pilt.
* Ca 10 grá hár í viðbót.
Ég get ekki beðið eftir næstu önn. Og þegar ég segist geta ekki beðið þá meina ég auðvitað að ég hata tilhugsunina.
* Vonandi fjóra áfanga tekna í viðbót.
* Ca 20 kg af pappír og bókum ýmiskonar.
* Enn eina skuldahlussuna.
* Gjörsamlega útkeyrðan, áfengissveltan, taugaveiklaðan, næstum því miðaldra pilt.
* Ca 10 grá hár í viðbót.
Ég get ekki beðið eftir næstu önn. Og þegar ég segist geta ekki beðið þá meina ég auðvitað að ég hata tilhugsunina.
föstudagur, 3. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eftir sólarhring verð ég búinn að vera í jólafríi í næstum þrjá klukkutíma. Tilhugsunin er svo yfirþyrmandi stórkostleg að ég er kominn með blóðnasir. Ef þið eruð viðkvæm fyrir dansandi nekt karlmanna og eruð staðsett fyrir utan Háskóla Reykjavíkur upp úr klukkan 13:00 á morgun mæli ég með því að þið hlaupið öskrandi í burtu, eða lokið augunum.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er ekki ríkur maður en í morgun fékk ég ágætis upphæð í húsaleigubætur. Dágóðum eyri af þeirri summu ætla ég að verja í þetta. Ég mæli með því að þið gerið það líka.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er að lesa glærur fyrir lokaprófið á morgun í Gerð og greiningu ársreikninga og það lítur út fyrir að mestur hluti þeirra sé á ensku. Nú er þetta námskeið kennt á íslensku og enskan fyrir þetta er vægast sagt ruglingsleg sem veldur því að ég er alveg brjálaður í skapinu. Það er þeim nemendum HR sem eru í 10 metra radíus við mig til happs að ég hafði vit á því að kaupa mér grænan strumpaópal í morgun. Ég fæ mér því bara eitt nammi og tygg það af áfergju, rétt til að ná mestu gremjunni úr mér.
Þessi færsla er í boða MalacoLeaf, sem m.a. framleiðir grænan strumpaópal. Á diskinn minn; MalacoLeaf.
Þessi færsla er í boða MalacoLeaf, sem m.a. framleiðir grænan strumpaópal. Á diskinn minn; MalacoLeaf.
fimmtudagur, 2. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson

Býsna hommaleg Hilary Swank
Síðast þegar ég hafði tíma til að leigja mér spólu varð "Boys don't cry", eða "Allt vitlaust á kaffihúsinu" eins og hún nefnist á íslensku, fyrir valinu. Það var fyrir liðlega átta vikum síðan. Myndin skartar Hilary Swank í hlutverki stúlku sem líkist býsna hommalegum ungum pilti sem vill kyssa stelpur á munninn og Chloë Sevigny sem stelpu sem kyssir, að hún heldur, stráka á munninn. Þar sem hún lifir í landi hinna frjálsu þá gengur það auðvitað ekki og hún er tekin í karphúsið ítrekað af fólki sem vill ekkert með frjálst kynferðislegt val hafa.
Myndin hefur upp á allt að bjóða fyrir gagnkynhneigða karlmenn; lesbíusenur, brjóst og ofbeldi en allt kemur fyrir ekki; hún er of sorgleg til að njóta þess. Vel leikin mynd með alltof fáar tæknibrellur.
Tvær stjörnur af fjórum.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er búinn að undirbúa mig býsna vel fyrir jólafríið sem verður vinnulaust, í fyrsta sinn um ævina og mun endast í meira en mánuð enda á ég skilið að fá mér risa pásu eftir geðsýkina í skólanum þessa önnina. Eftirfarandi efni hef ég safnað að mér (keypt að sjálfsögðu!) fyrir jólafríið:
Civilization III
Civilization III - Conquests aukapakki
Civilization III - Play the world aukapakki
Jumpshot basketball v. 4.43 - körfuboltaþjálfunarleikur
Níu bíómyndir ýmiskonar
Seríu af þremur þáttum
Tólf kíló af núðlum (búinn að biðja bónus á egilsstöðum um að taka þau frá)
Verkjatöflur fyrir legusár
Inneignarnótu á endurhæfingarstöð eftir jólafríið
Ég veit reyndar að ég á eftir að endast í ca einn dag áður en það kviknar í mér úr samviskubiti. En ég ætla samt að reyna þetta.
Civilization III
Civilization III - Conquests aukapakki
Civilization III - Play the world aukapakki
Jumpshot basketball v. 4.43 - körfuboltaþjálfunarleikur
Níu bíómyndir ýmiskonar
Seríu af þremur þáttum
Tólf kíló af núðlum (búinn að biðja bónus á egilsstöðum um að taka þau frá)
Verkjatöflur fyrir legusár
Inneignarnótu á endurhæfingarstöð eftir jólafríið
Ég veit reyndar að ég á eftir að endast í ca einn dag áður en það kviknar í mér úr samviskubiti. En ég ætla samt að reyna þetta.
miðvikudagur, 1. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þýskarar eiga tvö fáránlegustu heimsmetin að því er virðist. Hér stendur allt um fyrra heimsmetið en það felst í því að taka 286 ár að koma bréfi til skila. Hitt heimsmetið, sem ég hef nefnt áður og get alltaf hlegið jafnmikið að, nú síðast fyrir þremur mínútum, er að árið 1921 var verðbólgan í Þýskalandi 13.000.000.000 prósent (þrettánþúsund milljón prósent) á einu ári en til samanburðar má nefna að verðbólgumarkmið Íslendinga eru 2,5 prósent þessi árin og var mest um 80% í byrjun níunda áratugarins.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)