Lag mánaðarins er: Tear you apart.
Með hljómsveitinni: She wants revenge.
Texti lagsins: hér.
Góða skemmtun.
föstudagur, 14. júlí 2006
fimmtudagur, 13. júlí 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Blaðsíða í einhverri orðabók:
Bad hair day (ísl. Slæmur hárdagur)
Á við um þann dag þegar útlit einhvers, sérstaklega hár viðkomandi, er ekki aðlaðandi.
Dæmi: „Hvað gerði ég til að koma Bárði í vont skap, ef utan er talið að keyra ítrekað yfir gæludýrið hans? Ekkert, hann á bara slæman hárdag.„
Í upphafi var þetta hugtak notað í gríntilgangi en breiddist fljótlega út í þá meiningu að eiga slæman dag, þ.e.a.s. dag þar sem ekkert gengur upp.
Heimildaskrá:
Answers.com
Myndasafn Morgunblaðsins

Á við um þann dag þegar útlit einhvers, sérstaklega hár viðkomandi, er ekki aðlaðandi.
Dæmi: „Hvað gerði ég til að koma Bárði í vont skap, ef utan er talið að keyra ítrekað yfir gæludýrið hans? Ekkert, hann á bara slæman hárdag.„
Í upphafi var þetta hugtak notað í gríntilgangi en breiddist fljótlega út í þá meiningu að eiga slæman dag, þ.e.a.s. dag þar sem ekkert gengur upp.
Heimildaskrá:
Answers.com
Myndasafn Morgunblaðsins
miðvikudagur, 12. júlí 2006
þriðjudagur, 11. júlí 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag þarf ég að gera eftirfarandi:
1. Fá tvær hugmyndir fyrir Arthúr.
2. Fá amk eina blogghugmynd.
3. Sækja um húsnæði í Reykjavík í haust.
4. Pissa.
5. Vinna.
6. Mæta á körfuboltaæfingu.
7. Þrífa skattstofuna.
8. Laga peningamálin mín hjá Landsbankanum.
Annars er ekkert að gera. Jæja, bloggfærslan búin.
Næst á dagskrá: Sameina lið 4. og 8.
1. Fá tvær hugmyndir fyrir Arthúr.
2. Fá amk eina blogghugmynd.
3. Sækja um húsnæði í Reykjavík í haust.
4. Pissa.
5. Vinna.
6. Mæta á körfuboltaæfingu.
7. Þrífa skattstofuna.
8. Laga peningamálin mín hjá Landsbankanum.
Annars er ekkert að gera. Jæja, bloggfærslan búin.
Næst á dagskrá: Sameina lið 4. og 8.
mánudagur, 10. júlí 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í ferðalagi okkar Soffíu til Ítalíu byrjaði ég á bókinni Angels and Demons eftir Dan Brown. Í gærkvöldi uppgötvaði ég að bókin er hálfnuð. Alls hef ég lesið 275 blaðsíður hingað til.
Á hverri blaðsíðu eru um 30 línur með ca 15 orðum í hverri línu sem gera um 450 orð á blaðsíðu. Ég hef því lesið 123.750 orð á ca tveimur mánuðum. Það gera 2.029 orð á dag fyrir mig. Þar sem ég hef lesið í korter á dag að meðaltali má segja að ég lesi um 135 orð á mínútu eða 2,25 á sekúndu.
Þ.e.a.s. það mætti segja þetta ef ég sleppti ekki öðru hverju orði til að flýta fyrir lestrinum sem gengur annars vonum framar; hálf bók á tveimur mánuðum. Ég hef ekki hugmynd um hvað bókin fjallar.
Á hverri blaðsíðu eru um 30 línur með ca 15 orðum í hverri línu sem gera um 450 orð á blaðsíðu. Ég hef því lesið 123.750 orð á ca tveimur mánuðum. Það gera 2.029 orð á dag fyrir mig. Þar sem ég hef lesið í korter á dag að meðaltali má segja að ég lesi um 135 orð á mínútu eða 2,25 á sekúndu.
Þ.e.a.s. það mætti segja þetta ef ég sleppti ekki öðru hverju orði til að flýta fyrir lestrinum sem gengur annars vonum framar; hálf bók á tveimur mánuðum. Ég hef ekki hugmynd um hvað bókin fjallar.
fimmtudagur, 6. júlí 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég var að enda við að setja inn myndir frá ferðalagi okkar Soffíu til Svíþjóðar þar sem við heimsóttum Styrmi bróðir minn, Lourdes konu hans og Kristján og Gabríel syni þeirra.
Kíkið á myndirnar hér*.
* Hafa ber í huga að með því að smella á mynd birtist texti við hana. Einnig er hægt að gefa einkunn á hverja mynd.
Kíkið á myndirnar hér*.
* Hafa ber í huga að með því að smella á mynd birtist texti við hana. Einnig er hægt að gefa einkunn á hverja mynd.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
George W. Bush, núverandi forseti bandaríkjanna hefur sagt margt fyndið um ævina. Enginn hefur þó mismælt sig jafn illa og á jafn fyndinn hátt og pabbi hans sem heitir því frumlega nafni George Bush:
"A word about the President. For seven and a half years I've worked alongside him, and I am proud to have been his partner. We've had triumphs. We made some mistakes. We've had some sex ... uh ... setbacks."
-George Bush eldri um samstarf sitt með Ronald Reagan á meðan hann var varaforseti.
"A word about the President. For seven and a half years I've worked alongside him, and I am proud to have been his partner. We've had triumphs. We made some mistakes. We've had some sex ... uh ... setbacks."
-George Bush eldri um samstarf sitt með Ronald Reagan á meðan hann var varaforseti.
miðvikudagur, 5. júlí 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Rúntarar eru skepnur sem fara óstjórnlega í taugarnar á mér. Ekki af því þeir virðast vera haldnir þeirri fáránlegu hugmynd að þeir séu skíturinn heldur vegna þess að þeir tefja umferðina mikið að ástæðulausu. Ég ákvað að gamni mínu að reikna kostnaðinn við að hafa þessi dýr í umferðinni:
Samkvæmt Hagstofunni voru 25.574 manns á rúntaldrinum 17-22ja ára í árslok 2005. Ef ég reikna með að 90% þeirra séu með bílpróf og 50% þeirra sem eru með bílpróf rúnti amk 1x í viku þá fæ ég út að á Íslandi eru um 11.508 rúntarar.
Ég gef mér ýmislegt í þessum útreikningi þar sem þetta er ekki (ennþá) virt vísindaveftímarit. Ég gef mér t.d. að hver rúntari fari að meðaltali tvisvar að rúnta á viku, að hver rúntur varir í eina klukkustund og að á þeim tíma nái rúntarinn að tefja átta bíla að meðaltali um að meðaltali tvær mínútur hvern. Ég reikna enn fremur með því að í hverjum bíl sem er tafður í umferðinni séu tvær manneskjur að meðaltali.
Þetta gefur okkur að hver rúntari tefji fólk um 96 mínútur alls í umferðinni á viku. Alls tefja þá allir rúntarar fólk um 1.104.797 mínútur á viku og 57.646.719 á ári. Þetta gera 960.779 klukkustundir á ári.
Í lok árs 2004 (launatölur fyrir árið 2005 ekki til á hagstofunni) voru meðallaun fólks um kr. 272.400 á öllu landinu. Ef hver mánuður er 21,73 vinnudagar og hver vinnudagur 8 klukkustundir má fá út að meðaltímakaup fólks eru kr. 1.567. Ég geri ráð fyrir að fólk meti frítíma sinn jafnt tímakaupi sínu og að fólk tefjist aðallega á kvöldin þegar það er í fríi.
Samkvæmt þessu eru rúntarar að kosta þjóðfélagsþegna kr. 1.505.540.138 á ári eða rúmlega 1,5 milljarða króna, bara ef talinn er tíminn sem þeir taka frá okkur. Þetta gera um kr. 5.020 á hvern íbúa landsins (í árslok 2005) eða kr. 7.748 á hvern þann sem er með bílpróf (ef 90% allra á bílprófsaldri eru með bílpróf).
Rúntarar eru semsagt að pirra mig að verðmæti kr. 7.748 á ári.
Mér líður betur núna.
Samkvæmt Hagstofunni voru 25.574 manns á rúntaldrinum 17-22ja ára í árslok 2005. Ef ég reikna með að 90% þeirra séu með bílpróf og 50% þeirra sem eru með bílpróf rúnti amk 1x í viku þá fæ ég út að á Íslandi eru um 11.508 rúntarar.
Ég gef mér ýmislegt í þessum útreikningi þar sem þetta er ekki (ennþá) virt vísindaveftímarit. Ég gef mér t.d. að hver rúntari fari að meðaltali tvisvar að rúnta á viku, að hver rúntur varir í eina klukkustund og að á þeim tíma nái rúntarinn að tefja átta bíla að meðaltali um að meðaltali tvær mínútur hvern. Ég reikna enn fremur með því að í hverjum bíl sem er tafður í umferðinni séu tvær manneskjur að meðaltali.
Þetta gefur okkur að hver rúntari tefji fólk um 96 mínútur alls í umferðinni á viku. Alls tefja þá allir rúntarar fólk um 1.104.797 mínútur á viku og 57.646.719 á ári. Þetta gera 960.779 klukkustundir á ári.
Í lok árs 2004 (launatölur fyrir árið 2005 ekki til á hagstofunni) voru meðallaun fólks um kr. 272.400 á öllu landinu. Ef hver mánuður er 21,73 vinnudagar og hver vinnudagur 8 klukkustundir má fá út að meðaltímakaup fólks eru kr. 1.567. Ég geri ráð fyrir að fólk meti frítíma sinn jafnt tímakaupi sínu og að fólk tefjist aðallega á kvöldin þegar það er í fríi.
Samkvæmt þessu eru rúntarar að kosta þjóðfélagsþegna kr. 1.505.540.138 á ári eða rúmlega 1,5 milljarða króna, bara ef talinn er tíminn sem þeir taka frá okkur. Þetta gera um kr. 5.020 á hvern íbúa landsins (í árslok 2005) eða kr. 7.748 á hvern þann sem er með bílpróf (ef 90% allra á bílprófsaldri eru með bílpróf).
Rúntarar eru semsagt að pirra mig að verðmæti kr. 7.748 á ári.
Mér líður betur núna.
mánudagur, 3. júlí 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Enn eina ferðina er skrifuð grein um Arthúr. Í þetta sinn er það hvorki DV né Morgunblaðið heldur stærsta fréttarit landsins; Fréttablaðið sem skrifar greinina.
Lesið hana, eða gerið það sem þið viljið við hana, hér.
Frekar ömurlegt annars að frétta í gegnum fréttablaðið að bærinn sem maður hefur búið í frá unga aldri heitir Fjallabær.
Lesið hana, eða gerið það sem þið viljið við hana, hér.
Frekar ömurlegt annars að frétta í gegnum fréttablaðið að bærinn sem maður hefur búið í frá unga aldri heitir Fjallabær.
laugardagur, 1. júlí 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í fyrradag flaug ég til Reykjavíkur bæði til að taka því rólega með Soffíu í Reykjavík og til að ná í bílinn minn sem er af gerðinni Peugeot Présence 206, ber heitið Lalli og er ljón.
Allavega, í gær var Lalli keyrður norðurleiðina með fullan bíl af dóti sem flytja þurfti austur auk mín og Soffíu. Hér er það merkilega: Lalli komst yfir allt landið á aðeins 40 lítrum af bensíni.
Gamli bíllinn minn tók ca 70 lítra í svona ferð. Þá reiknum við:
70 lítrar - 40 lítrar = 30 lítrar í sparnað.
30 lítrar * 124 krónur lítrinn = 3.720 króna sparnaður í einni ferð yfir landið.
Mér reiknast enn fremur að ég þurfi ekki að keyra nema um 81 hringi í kringum landið til að það borgi sig fyrir mig að hafa keypt þennan nýja bíl.
Síðastliðið ár hef ég keyrt 5 sinnum í kringum landið. Eftir 16 ár verður því bíllinn búinn að borga sig, ef aðeins er litið til aksturs í kringum landið og ef ég tek 5 hringi á ári að meðaltali. Lalli, þú ert hetja!
Allavega, í gær var Lalli keyrður norðurleiðina með fullan bíl af dóti sem flytja þurfti austur auk mín og Soffíu. Hér er það merkilega: Lalli komst yfir allt landið á aðeins 40 lítrum af bensíni.
Gamli bíllinn minn tók ca 70 lítra í svona ferð. Þá reiknum við:
70 lítrar - 40 lítrar = 30 lítrar í sparnað.
30 lítrar * 124 krónur lítrinn = 3.720 króna sparnaður í einni ferð yfir landið.
Mér reiknast enn fremur að ég þurfi ekki að keyra nema um 81 hringi í kringum landið til að það borgi sig fyrir mig að hafa keypt þennan nýja bíl.
Síðastliðið ár hef ég keyrt 5 sinnum í kringum landið. Eftir 16 ár verður því bíllinn búinn að borga sig, ef aðeins er litið til aksturs í kringum landið og ef ég tek 5 hringi á ári að meðaltali. Lalli, þú ert hetja!
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hrós dagsins fær stelpan með hundaandlitið; Paris Hilton fyrir að sanna það í eitt skipti fyrir öll að hver sem er getur gefið út tónlist. Ennfremur hefur hún sýnt fram á að peningar geta keypt manneskju hvað sem er og þar með ítrekað galla kapítalísks kerfis sem við lifum öll í, því miður.
Hlustið á lagið hér. Varúð: lagið markar tímamót hvað raddbeitingu varðar.
Hlustið á lagið hér. Varúð: lagið markar tímamót hvað raddbeitingu varðar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)