Í ferðalagi okkar Soffíu til Ítalíu byrjaði ég á bókinni Angels and Demons eftir Dan Brown. Í gærkvöldi uppgötvaði ég að bókin er hálfnuð. Alls hef ég lesið 275 blaðsíður hingað til.
Á hverri blaðsíðu eru um 30 línur með ca 15 orðum í hverri línu sem gera um 450 orð á blaðsíðu. Ég hef því lesið 123.750 orð á ca tveimur mánuðum. Það gera 2.029 orð á dag fyrir mig. Þar sem ég hef lesið í korter á dag að meðaltali má segja að ég lesi um 135 orð á mínútu eða 2,25 á sekúndu.
Þ.e.a.s. það mætti segja þetta ef ég sleppti ekki öðru hverju orði til að flýta fyrir lestrinum sem gengur annars vonum framar; hálf bók á tveimur mánuðum. Ég hef ekki hugmynd um hvað bókin fjallar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.