Ég er í fríi frá vinnu þessa vikuna þar sem ég var of latur til að taka mér sumarfrí í fyrra. Þessa sömu viku og:
1. Viðgerðir hófust á húsinu fyrir utan gluggann hjá mér með háværum díselvélum.
2. Nágranni minn ákvað að byrja að æfa á trompet.
3. Annar nágranni minn keypti sér borvél og er að bora alla veggi í sundur hjá sér.
Í kjölfarið næ ég varla að sofa nema um 11 tíma á dag, sem er ekki húðlötum einstaklingi sæmandi.
miðvikudagur, 28. mars 2012
sunnudagur, 25. mars 2012
Hin heilaga þrenna sturtunnar
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í kvöld náði ég hinni heilögu þrennu eftir sturtu þegar ég:
1. Fékk nógu mikið sjampó upp í mig í sturtunni til að finna andstyggilegt bragð þess og gleypa það óvart.
2. Sprautaði svitalyktaeyði í handakrikana með opinn munninn og fékk dass af spreyinu upp í mig.
3. Sletti smá vott afrakakremi karlmennskukremi eða einhverju á varirnar á mér og sleikti óvart út um skömmu síðar, aðeins til að finna ógeðslegt bragðið.
Í bónus náði ég þeim fáheyrða árangri að kýla mig óvart í klofið við að þurrka mér eftir sturtu. Enginn sá það gerast, held ég, svo ég þóttist bara vera að biðja í þurrkunaraðstöðunni á meðan ég komst yfir versta tímabilið, áður en ég haltraði í svitalykta og karlmennskukremasmökkunina.
1. Fékk nógu mikið sjampó upp í mig í sturtunni til að finna andstyggilegt bragð þess og gleypa það óvart.
2. Sprautaði svitalyktaeyði í handakrikana með opinn munninn og fékk dass af spreyinu upp í mig.
3. Sletti smá vott af
Í bónus náði ég þeim fáheyrða árangri að kýla mig óvart í klofið við að þurrka mér eftir sturtu. Enginn sá það gerast, held ég, svo ég þóttist bara vera að biðja í þurrkunaraðstöðunni á meðan ég komst yfir versta tímabilið, áður en ég haltraði í svitalykta og karlmennskukremasmökkunina.
Flokkað undir
Atferli
fimmtudagur, 22. mars 2012
Rannsókn um skilyrt geymsluþol eða eitthvað
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fyrir tæpum hálftíma fékk ég þá hugdettu að flaskan undir Floridana Vítamínsafa þurfi ekki lok til að halda safanum í þegar hún er hrist. Ég keypti því eina slíka, fjarlægði lokið, leit undan og hristi.
Niðurstaða þessarar rannsóknar er að Floridana Vítamínsafaflaskan, eins og allar aðrar flöskur hingað til, þarf lok til að halda vökvanum inni. Umræddur vítamínsafi fór út um allt og það tók mig rúmlega korter að þrífa upp skrifborðið mitt í vinnunni.
Mig grunaði að þetta yrði niðurstaðan en ég þorði ekki að skrifa um grun minn hér fyrr en ég væri búinn að prófa.
Ég var amk ekki svo utan við mig við að lesa tölvupóst í vinnunni að hrista flösku sem ég var þegar búinn að opna óafvitandi. Nei, þvert á móti. Þetta var rannsókn! Rannsókn!!
Flokkað undir
Atferli
þriðjudagur, 20. mars 2012
Sjötugasta tilraun til nammileysis
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fyrir fjórum dögum ákvað ég að hætta að borða nammi. Það tókst á aðeins þremur tímum. Og ég er enn nammilaus.
Kostirnir við þetta átak mitt er að ég hef snaraukið sparifé mitt og borða nú hollar, sem á að vera gott fyrir líkamann eða eitthvað. Ég hef allavega lést um 14 kíló.
Ókostirnir eru að ég stuðla að miklu tapi hjá nammifyrirtækjum landsins sem veldur auknu atvinnuleysi og að fólk lepur dauðann úr skel. Svo hefur lífslöngun mín horfið með namminu.
Algjörlega þess virði.
Kostirnir við þetta átak mitt er að ég hef snaraukið sparifé mitt og borða nú hollar, sem á að vera gott fyrir líkamann eða eitthvað. Ég hef allavega lést um 14 kíló.
Ókostirnir eru að ég stuðla að miklu tapi hjá nammifyrirtækjum landsins sem veldur auknu atvinnuleysi og að fólk lepur dauðann úr skel. Svo hefur lífslöngun mín horfið með namminu.
Algjörlega þess virði.
Flokkað undir
Atferli
föstudagur, 16. mars 2012
Pool taktar
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er þekktur víða fyrir lélega sóknarburði og reyni því að einbeita mér að varnartaktík. Þannig er ég t.d. mjög lélegur að sækja í/reyna við kvenfólk og verst þess í stað öllum samtalstilraunum með því að sýna skítlegan karakter.
Sömu sögu var að segja þegar ég spilaði körfubolta og jafnvel fótbolta (fyrir tugum ára), þar sem ég átti erfitt með að sækja að körfunni eða markinu en reyndi að verjast því mun betur.
Í gærkvöldi spilaði ég pool með Ara, vini mínum, á Billiardbarnum í Faxafeni. Þar sýndi ég gamalkunna takta með því að skjóta kúlum Ara ítrekað ofan í holurnar (ekki myndlíking). En ég sýndi líka grjótharða varnartakta eins og sjá má á myndunum hér að neðan.
Í þessari stöðu átti Ari bara eina (einlita) kúlu eftir og ég tvær (tvílita), fyrir svörtu kúluna, auðvitað:
Skömmu síðar varð staðan þessi:
Þessu lauk næstum með jafntefli þar sem hvorugur gat skotið kúlu ofan í án þess að skjóta kúlu hins ofan í um leið. En svo tók ég af skarið og dúndraði báðum ofan í og tapaði eftirminnilega.
Sömu sögu var að segja þegar ég spilaði körfubolta og jafnvel fótbolta (fyrir tugum ára), þar sem ég átti erfitt með að sækja að körfunni eða markinu en reyndi að verjast því mun betur.
Í gærkvöldi spilaði ég pool með Ara, vini mínum, á Billiardbarnum í Faxafeni. Þar sýndi ég gamalkunna takta með því að skjóta kúlum Ara ítrekað ofan í holurnar (ekki myndlíking). En ég sýndi líka grjótharða varnartakta eins og sjá má á myndunum hér að neðan.
Í þessari stöðu átti Ari bara eina (einlita) kúlu eftir og ég tvær (tvílita), fyrir svörtu kúluna, auðvitað:
Skömmu síðar varð staðan þessi:
Þessu lauk næstum með jafntefli þar sem hvorugur gat skotið kúlu ofan í án þess að skjóta kúlu hins ofan í um leið. En svo tók ég af skarið og dúndraði báðum ofan í og tapaði eftirminnilega.
mánudagur, 12. mars 2012
Hitaóþol
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Um helgina varð svo kalt í íbúðinni sem ég bý í að teppin þrjú sem ég vafði utan um mig dugðu ekki til. Rétt fyrir svefn fékk ég þá hugdettu að hækka ofnana í íbúðinni örlítið, til að minnka sjálftann. Ég breytti stillingunni úr 0 í 1 og fór að sofa.
Um nóttina vaknaði ég í gróðurhúsi, svo sveittur ogógeðslegur ógeðslegri að ég valhoppaði í sturtu á meðan ofninn var að lækka sig niður í 0 aftur.
Í sturtunni útbjó eftirfarandi graf í huganum yfir hvernig ofnar hafa virkað fyrir mig í þeim íbúðum sem ég hef búið í hingað til:
Rauði liturinn táknar óþol gagnvart hitanum (og andlitslit minn).
Ég kvarta ekki. Ég nota ofna aldrei og hef alla glugga opna þar sem ég er. Ég kaupi mér bara fleiri teppi og held áfram að treysta ekki ofnum.
Um nóttina vaknaði ég í gróðurhúsi, svo sveittur og
Í sturtunni útbjó eftirfarandi graf í huganum yfir hvernig ofnar hafa virkað fyrir mig í þeim íbúðum sem ég hef búið í hingað til:
Rauði liturinn táknar óþol gagnvart hitanum (og andlitslit minn).
Ég kvarta ekki. Ég nota ofna aldrei og hef alla glugga opna þar sem ég er. Ég kaupi mér bara fleiri teppi og held áfram að treysta ekki ofnum.
miðvikudagur, 7. mars 2012
Samtöl síðasta sólarhringsins
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Margt skemmtilegt hefur átt sér stað síðasta sólarhringinn í samtölum mínum við fólk.
1. Che Guevara
Í gærkvöldi fór ég í bíó með vini mínum, Ara. En áður en ég fór í bíó kíkti ég í heimsókn til Björgvins, bróður míns. Þegar tími bíósins var að renna upp sagði ég hátt og snjallt „Jæja, ég ætla að Che Guevara/tékk'á Ara“. Það er skemmst frá því að segja að við bræðurnir veltumst um af hlátri, svo lengi að ég varð næstum of seinn í bíó.
2. Þriðjudagur
Þegar kom að mér í bíóröðinni átti eftirfarandi samtal sér stað.
Ég: Einn miða á Safe House.
A(fgreiðsludama): Það verða 800 krónur?
Ég: 800 krónur? Búið að lækka verðið? *rétti kortið*
A: *rennir kortinu í gegn* Nei, það er ódýrara á þriðjudögum.
Ég: Er þriðju... JESÚS KRISTUR! HVAÐ HEF ÉG GERT!
A: Gjörðu svo vel. *réttir mér kortið og miðann*
Ég: TAKK! *Geng í burtu, sótsvartur í framan af viðbjóði*.
Á þriðjudögum er ódýrara í bíó sem þýðir að fólk sem alla jafna fer ekki í bíó gerir sér ferð. Fólk sem fer sjaldan í bíó er í flestum tilvikum óuppaldir villimenn sem vita ekki hvernig á að haga sér í bíó, t.d. með því að senda sms skilaboð allan tímann eða tala saman eins og þeir séu á kaffihúsi á meðan á mynd stendur. Ég hét því fyrir nokkrum árum að fara aldrei í bíó á þriðjudögum.
Sem betur fer var harðhausamyndin Svartur á leik sýnd á sama tíma, svo það var fámennt á Safe House, sem var nokkuð góð þrátt fyrir Denzel 'Alltaf-sami-karakter' Washington. 2,5 stjörnur af 4.
3. Hjá lækni
Þau undur og stórmerki áttu sér stað að ég fékk tíma samdægurs hjá heimilislækni í dag vegna þess að ég hafði grátið stanslaust síðasta sólarhringinn með vinstra auganu. Þar lét ég þessa setningu falla: „Ég er með mjög þröng táragöng. Það segja það allir“, áður en læknirinn stakk risavaxinni nál í umrædd táragöng mér til martreðslu.
Til lengri tíma litið á það að stoppa grátinn.
Á þessum tímapunkti finnst mér rétt að viðurkenna að þetta eru ekki áhugaverðustu samtöl mín við annað fólk í dag, heldur ca helmingur þeirra, valin af handahófi.
1. Che Guevara
Í gærkvöldi fór ég í bíó með vini mínum, Ara. En áður en ég fór í bíó kíkti ég í heimsókn til Björgvins, bróður míns. Þegar tími bíósins var að renna upp sagði ég hátt og snjallt „Jæja, ég ætla að Che Guevara/tékk'á Ara“. Það er skemmst frá því að segja að við bræðurnir veltumst um af hlátri, svo lengi að ég varð næstum of seinn í bíó.
2. Þriðjudagur
Þegar kom að mér í bíóröðinni átti eftirfarandi samtal sér stað.
Ég: Einn miða á Safe House.
A(fgreiðsludama): Það verða 800 krónur?
Ég: 800 krónur? Búið að lækka verðið? *rétti kortið*
A: *rennir kortinu í gegn* Nei, það er ódýrara á þriðjudögum.
Ég: Er þriðju... JESÚS KRISTUR! HVAÐ HEF ÉG GERT!
A: Gjörðu svo vel. *réttir mér kortið og miðann*
Ég: TAKK! *Geng í burtu, sótsvartur í framan af viðbjóði*.
Á þriðjudögum er ódýrara í bíó sem þýðir að fólk sem alla jafna fer ekki í bíó gerir sér ferð. Fólk sem fer sjaldan í bíó er í flestum tilvikum óuppaldir villimenn sem vita ekki hvernig á að haga sér í bíó, t.d. með því að senda sms skilaboð allan tímann eða tala saman eins og þeir séu á kaffihúsi á meðan á mynd stendur. Ég hét því fyrir nokkrum árum að fara aldrei í bíó á þriðjudögum.
Sem betur fer var harðhausamyndin Svartur á leik sýnd á sama tíma, svo það var fámennt á Safe House, sem var nokkuð góð þrátt fyrir Denzel 'Alltaf-sami-karakter' Washington. 2,5 stjörnur af 4.
3. Hjá lækni
Þau undur og stórmerki áttu sér stað að ég fékk tíma samdægurs hjá heimilislækni í dag vegna þess að ég hafði grátið stanslaust síðasta sólarhringinn með vinstra auganu. Þar lét ég þessa setningu falla: „Ég er með mjög þröng táragöng. Það segja það allir“, áður en læknirinn stakk risavaxinni nál í umrædd táragöng mér til martreðslu.
Til lengri tíma litið á það að stoppa grátinn.
Á þessum tímapunkti finnst mér rétt að viðurkenna að þetta eru ekki áhugaverðustu samtöl mín við annað fólk í dag, heldur ca helmingur þeirra, valin af handahófi.
þriðjudagur, 6. mars 2012
Síðbúið sumarfrí
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag tók ég mér frí frá vinnu. Í fríinu gerðist eftirfarandi:
1. Vaknaði klukkan 12:00.
2. Fékk mér morgunmat og velti fyrir mér hvað ég gæti gert á þessum langþráða frídegi.
3. Ákvað að kíkja aðeins í vinnuna klukkan 13:00 og klára nokkur smáverkefni.
4. Fór heim úr vinnu klukkan 19:00.
5. Borðaði og horfði á þátt eða tvo.
6. Fór í rækt.
Ég hef sent þennan frídag til Heimsmetabókar Guinness og ætla að sjá hvort ég geti fengið þetta skráð sem verstu og heimskulegustu nýtingu á frídegi frá örófi manna.
Ég á líka frí á morgun. Það verður spennandi að sjá hvernig það helvíti fer.
1. Vaknaði klukkan 12:00.
2. Fékk mér morgunmat og velti fyrir mér hvað ég gæti gert á þessum langþráða frídegi.
3. Ákvað að kíkja aðeins í vinnuna klukkan 13:00 og klára nokkur smáverkefni.
4. Fór heim úr vinnu klukkan 19:00.
5. Borðaði og horfði á þátt eða tvo.
6. Fór í rækt.
Ég hef sent þennan frídag til Heimsmetabókar Guinness og ætla að sjá hvort ég geti fengið þetta skráð sem verstu og heimskulegustu nýtingu á frídegi frá örófi manna.
Ég á líka frí á morgun. Það verður spennandi að sjá hvernig það helvíti fer.
Flokkað undir
Atferli
fimmtudagur, 1. mars 2012
Þrjú stórslys
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gærkvöldi áttu sér stað þrjú stórslys á heimili mínu.
1. Ég ætlaði að leggja mig í klukkutíma sem varð að fjórum tímum, sem olli því að ég komst ekki í ræktina og ég myglaði í kjölfarið smá andlega.
2. Upp úr miðnætti fannst mér eins og einhver hefði flogið rellu á blokkina sem ég bý í. Nokkrum mínútum síðar fattaði ég að þetta var jarðskjálfti, rétt áður en annar stærri skjálfti skók svæðið, mér til mikillar gleði (amk alls ekki öskra og geðshræringar).
3. Stuttu eftir seinni skjálftann var eins og einhver hefði flogið rellu á hausinn á mér og ég fór í tignarlegt mígreniskast. Ég hljóp því undir rúm að sofa áður en ég færi að kasta upp úr hausverki.
Ef dagurinn í dag verður jafn góður og gærkvöldið var slæmt þá má búast við að tekið verði fljótlega forsíðuviðtal við mig fyrir Excel tímaritið "Excel Today()", gegn borgun í kössum af Risa hrauni.
1. Ég ætlaði að leggja mig í klukkutíma sem varð að fjórum tímum, sem olli því að ég komst ekki í ræktina og ég myglaði í kjölfarið smá andlega.
2. Upp úr miðnætti fannst mér eins og einhver hefði flogið rellu á blokkina sem ég bý í. Nokkrum mínútum síðar fattaði ég að þetta var jarðskjálfti, rétt áður en annar stærri skjálfti skók svæðið, mér til mikillar gleði (amk alls ekki öskra og geðshræringar).
3. Stuttu eftir seinni skjálftann var eins og einhver hefði flogið rellu á hausinn á mér og ég fór í tignarlegt mígreniskast. Ég hljóp því undir rúm að sofa áður en ég færi að kasta upp úr hausverki.
Ef dagurinn í dag verður jafn góður og gærkvöldið var slæmt þá má búast við að tekið verði fljótlega forsíðuviðtal við mig fyrir Excel tímaritið "Excel Today()", gegn borgun í kössum af Risa hrauni.
Flokkað undir
Upptalning
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)