Í gærkvöldi áttu sér stað þrjú stórslys á heimili mínu.
1. Ég ætlaði að leggja mig í klukkutíma sem varð að fjórum tímum, sem olli því að ég komst ekki í ræktina og ég myglaði í kjölfarið smá andlega.
2. Upp úr miðnætti fannst mér eins og einhver hefði flogið rellu á blokkina sem ég bý í. Nokkrum mínútum síðar fattaði ég að þetta var jarðskjálfti, rétt áður en annar stærri skjálfti skók svæðið, mér til mikillar gleði (amk alls ekki öskra og geðshræringar).
3. Stuttu eftir seinni skjálftann var eins og einhver hefði flogið rellu á hausinn á mér og ég fór í tignarlegt mígreniskast. Ég hljóp því undir rúm að sofa áður en ég færi að kasta upp úr hausverki.
Ef dagurinn í dag verður jafn góður og gærkvöldið var slæmt þá má búast við að tekið verði fljótlega forsíðuviðtal við mig fyrir Excel tímaritið "Excel Today()", gegn borgun í kössum af Risa hrauni.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.