Sömu sögu var að segja þegar ég spilaði körfubolta og jafnvel fótbolta (fyrir tugum ára), þar sem ég átti erfitt með að sækja að körfunni eða markinu en reyndi að verjast því mun betur.
Í gærkvöldi spilaði ég pool með Ara, vini mínum, á Billiardbarnum í Faxafeni. Þar sýndi ég gamalkunna takta með því að skjóta kúlum Ara ítrekað ofan í holurnar (ekki myndlíking). En ég sýndi líka grjótharða varnartakta eins og sjá má á myndunum hér að neðan.
Í þessari stöðu átti Ari bara eina (einlita) kúlu eftir og ég tvær (tvílita), fyrir svörtu kúluna, auðvitað:
Skömmu síðar varð staðan þessi:
Þessu lauk næstum með jafntefli þar sem hvorugur gat skotið kúlu ofan í án þess að skjóta kúlu hins ofan í um leið. En svo tók ég af skarið og dúndraði báðum ofan í og tapaði eftirminnilega.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.