Í dag tók ég mér frí frá vinnu. Í fríinu gerðist eftirfarandi:
1. Vaknaði klukkan 12:00.
2. Fékk mér morgunmat og velti fyrir mér hvað ég gæti gert á þessum langþráða frídegi.
3. Ákvað að kíkja aðeins í vinnuna klukkan 13:00 og klára nokkur smáverkefni.
4. Fór heim úr vinnu klukkan 19:00.
5. Borðaði og horfði á þátt eða tvo.
6. Fór í rækt.
Ég hef sent þennan frídag til Heimsmetabókar Guinness og ætla að sjá hvort ég geti fengið þetta skráð sem verstu og heimskulegustu nýtingu á frídegi frá örófi manna.
Ég á líka frí á morgun. Það verður spennandi að sjá hvernig það helvíti fer.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.