Fyrir fjórum dögum ákvað ég að hætta að borða nammi. Það tókst á aðeins þremur tímum. Og ég er enn nammilaus.
Kostirnir við þetta átak mitt er að ég hef snaraukið sparifé mitt og borða nú hollar, sem á að vera gott fyrir líkamann eða eitthvað. Ég hef allavega lést um 14 kíló.
Ókostirnir eru að ég stuðla að miklu tapi hjá nammifyrirtækjum landsins sem veldur auknu atvinnuleysi og að fólk lepur dauðann úr skel. Svo hefur lífslöngun mín horfið með namminu.
Algjörlega þess virði.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.