mánudagur, 23. janúar 2012

Spurningar frá Google

Nýjasta útspil mitt á leið minni til heimsfrægðar er samstarf við Google leitarvélina. Google beinir fólki inn á þessa síðu ef það leitar að orði sem hér finnst og ég svara þeim eftir bestu getu.

Hér eru fyrsta settið af spurningum og svör mín:

1. Djöflaterta?
Svar: Já, djöflaterta. Góð kaka. Notaðu rjóma með.

2. Stykkishólmur?
Svar: Ég hef tvisvar farið þangað að keppa í körfubolta með Álftanesi. Ég held að við höfum unnið í bæði skiptin. Eða kannski bara annað skiptið. Eða hvorugt.

3. Styrmir 1975?
Svar: Styrmir bróðir minn er fæddur árið 1975. Þú heyrðir það ekki frá mér.

4. Smálán excel?
Svar: Hér reiknaði ég vexti smálána í Excel.

5. Ósparsamur?
Svar: Hvað ertu að gefa í skyn? Ég var kannski ósparsamur áður en nú er ég blessunarlega of latur til að eyða peningum.

6. Bruðlur?
Svar: Ef þú vilt. Þær fást örugglega í... hvaða verslun sem er. Meinarðu ekki bruður? Djöfull ertu heimsk(ur). Takk fyrir leiðréttinguna, Esther.

7. Bíó?
Svar: Ekki núna.

8. Karlmannsrassar?
Svar: Ég myndi ekki vita neitt um það! Hver sagði að ég ætti að vita eitthvað um það?? (sendu mér e-mail)

9. Sykurfíkn?
Svar: Sykurfíkn þýðir að vera sjúkur í sykur eða vörur troðfullar af sykri eins og kók, Risahraun, Cocoa Puffs og skúffuköku. Sykurfíkill er t.d. maður sem reynir að nefna nammi, t.d. Kók og Risahraun í hverri einustu bloggfærslu sem hann skrifar.

4 ummæli:

  1. Eins og þú bentir réttilega á sjálfur (http://finnurtg.blogspot.com/2010/09/misskilningar.html) kaupirðu hvergi "bruðlur" því þær eru ekki til. Plís, hættu nú að vera í hrópandi ósamræmi við sjálfan þig. Það er vandræðalegt.

    SvaraEyða
    Svör
    1. Fjandinn hafi það. Ég virðist ekki geta munað þetta. Ég lagfæri. Takk, fjandinn hafi það.

      Eyða
  2. Ég myndi setja inn í þetta nafn á einhverju frægu kvikindi eins og Pamela Anderson. Nei, það var fyrir 10 árum... Lady Gaga þá eða eitthvað.

    SvaraEyða
    Svör
    1. Æ nei, helst ekki. Vil síður fá vörubílstjóra eða 12 ára stelpur á síðuna.

      Eyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.