Hér eru fyrsta settið af spurningum og svör mín:
1. Djöflaterta?
Svar: Já, djöflaterta. Góð kaka. Notaðu rjóma með.
2. Stykkishólmur?
Svar: Ég hef tvisvar farið þangað að keppa í körfubolta með Álftanesi. Ég held að við höfum unnið í bæði skiptin. Eða kannski bara annað skiptið. Eða hvorugt.
3. Styrmir 1975?
Svar: Styrmir bróðir minn er fæddur árið 1975. Þú heyrðir það ekki frá mér.
4. Smálán excel?
Svar: Hér reiknaði ég vexti smálána í Excel.
5. Ósparsamur?
Svar: Hvað ertu að gefa í skyn? Ég var kannski ósparsamur áður en nú er ég blessunarlega of latur til að eyða peningum.
6. Bruðlur?
Svar:
7. Bíó?
Svar: Ekki núna.
8. Karlmannsrassar?
Svar: Ég myndi ekki vita neitt um það! Hver sagði að ég ætti að vita eitthvað um það?? (sendu mér e-mail)
9. Sykurfíkn?
Svar: Sykurfíkn þýðir að vera sjúkur í sykur eða vörur troðfullar af sykri eins og kók, Risahraun, Cocoa Puffs og skúffuköku. Sykurfíkill er t.d. maður sem reynir að nefna nammi, t.d. Kók og Risahraun í hverri einustu bloggfærslu sem hann skrifar.
Eins og þú bentir réttilega á sjálfur (http://finnurtg.blogspot.com/2010/09/misskilningar.html) kaupirðu hvergi "bruðlur" því þær eru ekki til. Plís, hættu nú að vera í hrópandi ósamræmi við sjálfan þig. Það er vandræðalegt.
SvaraEyðaFjandinn hafi það. Ég virðist ekki geta munað þetta. Ég lagfæri. Takk, fjandinn hafi það.
EyðaÉg myndi setja inn í þetta nafn á einhverju frægu kvikindi eins og Pamela Anderson. Nei, það var fyrir 10 árum... Lady Gaga þá eða eitthvað.
SvaraEyðaÆ nei, helst ekki. Vil síður fá vörubílstjóra eða 12 ára stelpur á síðuna.
Eyða