föstudagur, 30. júlí 2010

Vextir kúlulána

Nýlega sá ég auglýsingu frá Kredia þar sem boðið er smálán til skamms tíma. Ég fletti þeim upp og þar komu eftirfarandi lánamöguleikar fram:

Lán 1
10.000 króna lán. 12.500 krónur greiddar til baka innan 15 daga.

Lán 2
20.000 króna lán. 24.750 krónur greiddar til baka innan 15 daga.

Lán 3
30.000 króna lán. 37.000 krónur greiddar til baka innan 15 daga.

Lán 4
40.000 króna lán. 49.250 krónur greiddar til baka innan 15 daga.

Í fyrstu hljómar þetta sem ágætis lausn. En þegar betur er að gáð má sjá að vextirnir eru vafasamir.

Þannig að ég útbjó smá Excel skjal sem reiknar út vextina á svona lánum. Í skjalinu [niðurhalið því hér] er hægt að skrá inn upphæðir og lengd láns til að fá út bæði ársvexti (sem er venjulegt form vaxta) og vexti á lánstímabilinu.

Þegar ég hafði slegið inn tölurnar að ofan (og gert ráð fyrir 15 daga löngu láni) fékk ég eftirfarandi niðurstöður:

Lán 1: 608,33% ársvextir.
Lán 2: 577,92% ársvextir.
Lán 3: 567,78% ársvextir.
Lán 4: 562,71% ársvextir.

Til samanburður má nefna að yfirdráttavextir Arion banka eru 13,85% á ári. Þú finnur ekki hærri lánavexti en yfirdráttavexti, þangað til núna.

[Náið í Excel skjalið hér. Lítið skjal án macro.]

2 ummæli:

  1. En þetta eru ekki kúlulán er það? Annars var félagsmálaráðherra búinn að vara fólk við þessu rugli.

    SvaraEyða
  2. Lán sem greiðast í heilu lagi til baka flokkast undir kúlulán, eftir því sem ég best veit. Þetta er reyndar eitthvað sem kallast "smálán". Virka eins og kúlulán, en eru smærri.

    Skjalið reiknar amk vexti kúlulána.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.