fimmtudagur, 26. janúar 2012

Undirmeðvitundin og ég

Síðustu mánuði hefur bifreið mín, sem ég er landsþekktur fyrir að hata af öllu afli, staðið sig merkilega vel. Hún hefur ekkert bilað og það sem meira er, ekkert hefur dottið af honum.

Í vetur hefur bifreiðin svo staðið sig sérstaklega vel eftir að ég setti heilsársdekk undir. Bíllinn er að komast í gegnum ótrúlegustu skafla, jafnvel fleiri og stærri en stærðarinnar jeppar.

Svo ég fór að velta fyrir mér hvort ég hafði dæmt hann of snemma. Fimm ár af stanslausum bilunum er kannski bara byrjunarörðugleikar. Ég stóð endanlega á gati yfir góði gengi bílsins þegar hann komst einn fárra bíla inn í bílastæðið við heimili mitt í gærkvöldi.

Þá fór undirmeðvitundin af stað og kom með tilgátu í draumi mínum í nótt. Undirmeðvitundin kom með þá tillögu að ég hefði lent í slysi fyrir rúmu ári þegar ég velti bílnum og missti allt minni, raunveruleikaskyn og vit. Eftir það hafði ég keypt mér Toyota en séð sem Peugeot í geðveiki minni.

Góð tilgáta, undirmeðvitund. En nei, þetta er örugglega Peugeot sem ég er að keyra. Ég athugaði sérstaklega í morgun þegar ég vaknaði.

Mér finnst líklegra að þetta sé lognið á undan storminum. Stormurinn er þá líklega að bíllinn springi í tætlur á næstu dögum við minnsta tilefni. Spennandi.

2 ummæli:

  1. Kannski hrynur hann bara alveg allur í sundur. Ekki hósta eða prumpa inní bílnum.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.