miðvikudagur, 18. janúar 2012

Tónlist og kvikmyndir síðasta árs

Hér er listi yfir þrjú bestu lög ársins 2011 að mínu mati:

3. Gusgus - Over af disknum Arabian Horse



Drulluflott lag sem sýnir að Gusgus eru í fullu fjöri, bókstaflega.

2. Sykur - Reykjavík af disknum Mesópótamía



Sykur verður bara betri með tímanum, þó þeir séu kornungir. Í þetta skiptið skarta þeir ótrúlega raddsterkri 20 ára söngkonu. Lagið er grípandi, svo ekki sé meira sagt.

1. Kavinsky - Nightcall úr myndinni Drive



Rosalegt lag og verður rosalegra við að sjá myndina Drive, sem fyrir einhverja tilviljun var líka í fyrsta sæti á lista mínum yfir kvikmyndir á árinu. Hér er listinn:

2. Source Code (Ísl.: Suðu Sigfús)
1. Drive (Ísl.: Keyri keyr)

Restina af myndum ársins sá ég ekki.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.