þriðjudagur, 28. febrúar 2006

Heppni mín heldur áfram. Ekki nóg með að Arthúr muni hér eftir birtast í gleðiritinu Sirkus á föstudögum, heldur hef ég ekkert flogið á hausinn í hálku í vetur. Þar með er ekki öll sagan sögð því ég hef ekkert sagað í fótinn á mér heldur í vetur.

Heppni mín á sér engin takmörk.
Hér eru nokkur merki tengd nasahárum sem benda til þess að þú sért að verða gamall:

* Fólk hrósar þér fyrir glæsilegt yfirvaraskegg þegar þú ert ekki með neitt.
* Þú notar gel í nashárin.
* Þú kaupir þér nasahárgreiðu.
* Þú ert orðinn gránasahærður.
* Þú ert svo heltekinn af nasahárum að þú skrifar heila bloggfærslu um þetta heillandi viðfangsefni.
Ég kveikti á tölvunni sérstaklega, þessa nóttina, til að skrifa þessa færslu.

Það þarf sennilega ekki að segja ykkur að ég gleymdi um hvað ég ætlaði að skrifa.

föstudagur, 24. febrúar 2006

Uppfyllingarefni. ATH. Þetta er hrútleiðinlegt aflestrar.

4 störf sem ég hef starfað við um ævina:
Fulltrúi á skattstofu austurlands
Næturvörður á Hótel Héraði
Verkstjóri í unglingavinnu Fellabæjar
Ritari á Heilsugæslunni á Egilsstöðum

4 myndir sem ég get horft á aftur og aftur:
Seven
Memento
Contact
Matrix

4 staðir sem ég hef búið á:
Fellabæ (í fjórum húsum alls)
Reykjavík (í þremur húsum alls)
Trékyllisvík (í einu húsi alls)
Egilsstaðir (í þremur húsum alls)

4 sjónvarpsþættir sem mér finnst mikið til koma:
Boston Public
Cheers
Nágrannar
CSI

4 staðir sem ég hef farið í frí á:
Reykjavík
Egilsstaðir
Akureyri
Minneappolis

4 heimasíður sem ég heimsæki daglega:
B2
Redhotpawn
mbl
nba

4 uppáhalds matartegundir:
Núðlur
Brauð með osti
Baunabuff
Pizza

4 staðir sem mig langar að skoða:
Trékyllisvík
Bandaríkin
Evrópa
Jörðin

4 atburðir sem ég hlakka til:
Að fara á Egilsstaði í sumar
Að hitta Soffíu á morgun
Að fara á körfuboltaæfingu á morgun
Að vera búinn með þetta klukk
Sannsöguleg getraun:

Hvað er betra en að búa í stúdentagarðsherbergi sem vísar út á götu þegar tryllt teiti er sett af stað á fimmtudagsnóttu af fólki sem keðjureykir (fyrir utan opinn gluggann minn) og hlær nær stanslaust og mjög hátt frá klukkan 2:00 - 5:00 að nóttu á milli þess sem það hleypur um gangana öskrandi úr hamingju?

Svar: Allt.

Ég hata að búa á stúdentagörðum. Vill einhver selja mér íbúðina sína og það strax!
Hvað eiga hár, laukur og kórar sameiginlegt?

Ef þið giskið á að það megi bæta við orðinu 'rétt' aftan við þolfallsmynd eintölu þessara orða þá er það hárrétt, laukrétt og kórrétt.

Íslenskuhorn síðunnar var í boði samtaka þágufallssjúkra. Samtök Þágufallssjúkra - þar sem þér langar að vera.

þriðjudagur, 21. febrúar 2006

Ýmislegt hefur gengið á síðustu vikurnar á internetinu. Hér má sjá sýnishorn:

Kíkið á nýju Arthúrssíðuna, sem nýlega breytti um útlit, hér. Ég skrifa líka bloggfærslur þar gegn vægu gjaldi.

Einnig mæli ég með því að fólk kíki á erlenda Arthúr hér. Við breytum síðunni fljótlega.

Að lokum, og algjörlega ótengt internetinu; bifreið mín, Lancer árg. 1987, er handónýtt drasl. Ég hef ákveðið að fleygja honum og fá fyrir kr. 15.000 eftir ca viku. Ef einhver sér aumur á skepnunni er þeim sama bent á að hafa samband með kr. 15.000 í reiðufé í skiptum fyrir hann.

mánudagur, 20. febrúar 2006

Nýlega var talað um að ný reikistjarna hafi fundist rétt fyrir utan Plútó. Ég, eins og sennilega allir (ef ég þekki fólk rétt), er mjög spenntur fyrir þessu eða var það þangað til ég sá myndir af þessari umræddu plánetu, sem voru að berast til jarðar.

Hér er ein af myndunum. Af hlýhug til mannkynsins hef ég ákveðið að birta ekki fleiri.
Tími kominn á að rjúfa þögnina hérna. Ég er byrjaður aftur að skrifa á netið. Hér eftir verða þó nýjar reglur á síðunni og þær eru eftirfarandi:

1. Ég mun skrifa færslur þegar ég get. "Tvær færslur á dag" reglan fellur úr gildi. Ég mun ekki fá sektarkennd fyrir að skrifa ekki færslur, andskotinn hafi það.

2. Ég hef tekið út kommentakerfið. Síðan er ekki lengur gagnvirk. Ef ykkur líkar það illa; skrifið athugasemd.

3. Regla númer 3 er mikilvægasta regla allra reglna.