Ef einhver sem les þetta hefur verið að reyna að komast á Arhúrssíðuna, sem fyrir leiðinlega tilviljun á afmæli á morgun, þá er hér tilkynning:
Arthúrssíðan liggur niðri vegna þess að vefhýsir okkar er hóra.
mánudagur, 31. júlí 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Kíkið á þetta myndband.
Fox byggir klárlega allt á rökhugsunum og þessi prófessor veit greinilega ekkert. Not.
Fox byggir klárlega allt á rökhugsunum og þessi prófessor veit greinilega ekkert. Not.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér eru afmæli sumarsins:
* 19. júní: Soffía mín.
* 24. júlí: Karl Malone.
* 28. júlí: Ég.
* 1. ágúst: Arthúr eins árs.
* 1. ágúst: tvær vikur síðan ég rakaði mig.
Fleira þarf ég ekki að vita um afmælisdaga sumarsins.
* 19. júní: Soffía mín.
* 24. júlí: Karl Malone.
* 28. júlí: Ég.
* 1. ágúst: Arthúr eins árs.
* 1. ágúst: tvær vikur síðan ég rakaði mig.
Fleira þarf ég ekki að vita um afmælisdaga sumarsins.
föstudagur, 28. júlí 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag á ég afmæli og í afmælisgjöf fékk ég endanlega staðfestingu á því að Soffía mín er hin fullkomna kærasta þegar hún bakaði tvær tertur, klæddi sig upp og gaf mér svo afmælismáltíð (með tengdó) í hádeginu ásamt pakka sem innihélt bakpoka og göngubuxur sem ég hyggst nota óspart það sem eftir lifir ævi minnar.
Ég fékk ennfremur staðfestingu á því að tengdaforeldrar mínir, hjá hverjum ég bý þetta sumarið, eru þeir bestu sem nokkur getur ímyndað sér þar sem þau elda alltaf ofan í okkur Soffíu og sjá okkur fyrir andlegri skemmtan með því einu að tala við okkur en þau gáfu mér mjög flotta peysu.
Á körfuboltaæfingu fékk ég svo endanlega staðfest að hægri fóturinn á mér er ónýtur og þarfnast uppskurðar, sem ég pantaði mér í morgun og fer í í lok næsta mánaðar.
Ég hélt ég myndi aldrei segja þetta án þess að vera að grínast en það er svo sannarlega hörkufjör á heimavist þessa dagana.
Ég fékk ennfremur staðfestingu á því að tengdaforeldrar mínir, hjá hverjum ég bý þetta sumarið, eru þeir bestu sem nokkur getur ímyndað sér þar sem þau elda alltaf ofan í okkur Soffíu og sjá okkur fyrir andlegri skemmtan með því einu að tala við okkur en þau gáfu mér mjög flotta peysu.
Á körfuboltaæfingu fékk ég svo endanlega staðfest að hægri fóturinn á mér er ónýtur og þarfnast uppskurðar, sem ég pantaði mér í morgun og fer í í lok næsta mánaðar.
Ég hélt ég myndi aldrei segja þetta án þess að vera að grínast en það er svo sannarlega hörkufjör á heimavist þessa dagana.
fimmtudagur, 27. júlí 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er með góðar fréttir og slæmar.
Fyrst góðu fréttirnar:
* Árið 1978 gaf einn besti tónlistarmaður sögunnar (ath. mitt mat), Cat Stevens, út sína síðustu poppplötu að sögn. Hann laug. Í haust mun koma út poppplata með honum í fyrsta sinn í 28 ár. Dýrð sé drottni.
* Rambo IV kemur út á næsta ári. Þar mun Sylvester Stallone sprengja allt í tætlur til að bjarga dóttir sinni sem hefur verið rænt.
Slæmu fréttirnar:
* Ég er lygari þar sem ég er ekki með neinar slæmar fréttir.
Fyrst góðu fréttirnar:
* Árið 1978 gaf einn besti tónlistarmaður sögunnar (ath. mitt mat), Cat Stevens, út sína síðustu poppplötu að sögn. Hann laug. Í haust mun koma út poppplata með honum í fyrsta sinn í 28 ár. Dýrð sé drottni.
* Rambo IV kemur út á næsta ári. Þar mun Sylvester Stallone sprengja allt í tætlur til að bjarga dóttir sinni sem hefur verið rænt.
Slæmu fréttirnar:
* Ég er lygari þar sem ég er ekki með neinar slæmar fréttir.
miðvikudagur, 26. júlí 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Á körfuboltaæfingunni í gær fékk ég bylmingsolnbogaskot í andlitið, í ennið nánar tiltekið, frá kauða sem ætlaði að ná sér í gómsætt frákast.
Til að gera langa sögu stutta þá náði hann frákastinu auðveldlega og ég nældi mér í heilaskemmd þar sem ég virðist ekki lengur getað skrifað eftirfarandi setningu:
Til að gera langa sögu stutta þá náði hann frákastinu auðveldlega og ég nældi mér í heilaskemmd þar sem ég virðist ekki lengur getað skrifað eftirfarandi setningu:
þriðjudagur, 25. júlí 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í fréttum er þetta helst:
* Í nótt dreymdi mig að ég væri gyðingur á nasistahóteli. Ég talaði fullkomna þýsku og þegar ég náðist, við að skoða skúffuköku í eldhúsinu, neitaði ég því að vera gyðingur. Possurnar mínar klöguðu mig.
* Líkur eru á því að íbúð sé fundin í Reykjavík þar sem við Soffía munum búa í vetur. Ég hef þó enn ekki fundið vinnu.
* Ég hef náð 80 kílóa múrnum, er 81,5 kg nánar tiltekið. Þarmeð hef ég þyngst um 8 kíló í sumar en takmarkið er að þyngjast um ca 4-5 í viðbót.
* Um helgina sá ég helleiðinlegu myndina Seperate Lies. Myndin fjallar um að keyrt er á mann á hjóli. Hann deyr. Svo er kona lögfræðingsins að halda framhjá. Ótrúlegt. Hræðileg mynd.
* NÝTT! Ég var að draga úr mér lengsta augabrúnahár sem ég hef séð. Það mælist 2,5 cm. Ég er þá aftur farinn undir 80 kílóin.
* Í nótt dreymdi mig að ég væri gyðingur á nasistahóteli. Ég talaði fullkomna þýsku og þegar ég náðist, við að skoða skúffuköku í eldhúsinu, neitaði ég því að vera gyðingur. Possurnar mínar klöguðu mig.
* Líkur eru á því að íbúð sé fundin í Reykjavík þar sem við Soffía munum búa í vetur. Ég hef þó enn ekki fundið vinnu.
* Ég hef náð 80 kílóa múrnum, er 81,5 kg nánar tiltekið. Þarmeð hef ég þyngst um 8 kíló í sumar en takmarkið er að þyngjast um ca 4-5 í viðbót.
* Um helgina sá ég helleiðinlegu myndina Seperate Lies. Myndin fjallar um að keyrt er á mann á hjóli. Hann deyr. Svo er kona lögfræðingsins að halda framhjá. Ótrúlegt. Hræðileg mynd.
* NÝTT! Ég var að draga úr mér lengsta augabrúnahár sem ég hef séð. Það mælist 2,5 cm. Ég er þá aftur farinn undir 80 kílóin.
mánudagur, 24. júlí 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þegar þessi úrskurður er lesinn af venjulegu fólki: "Ákærðu eru gefin að sök brot á ákvæðum almennra hegningarlaga, laga um bókhald og hlutafélög á árunum 1998 til 2002..."
...gerist þetta venjulega í hausnum á því:
"Ákærðu eru gefin að sök brot á ákvæðum almennra hegningarlaga, laga um bókhald og hlutafélög á árunum 1998 til 2002...(ah. ég skil)"
Þetta gerist hinsvegar hjá mér:
"Ákærðu eru (shit hvað mér leiðist). Ákærðu eru gefin að sök (Hver eru aftur þessi ákærðu?). ...gefin að sök brot á ákvæðum almennra hegningarlaga (þetta er ótrúlega leiðinlegt. Ég hlakka til að vera búinn að lesa þetta), laga um bókhald og hlutafélög (ég get ekki meira. Ég mun deyja við að lesa þetta). ...laga um bókhald og hlutafélög á árunum 1998 til (Nóg komið! Nú drep ég mig) 2002... (Hvað gerði ég aftur við sögina mína?)"
Eftirfarandi ályktun er dregin:
Lögfræði = Viðbjóður
Viðbjóður = Barnaníðingar
Lögfræði = Barnaníðingar
Barnaníðingar = Bannaðir með lögum
Þannig færst að Lögfræði ætti að vera bönnuð með lögum.
Einfalt.
...gerist þetta venjulega í hausnum á því:
"Ákærðu eru gefin að sök brot á ákvæðum almennra hegningarlaga, laga um bókhald og hlutafélög á árunum 1998 til 2002...(ah. ég skil)"
Þetta gerist hinsvegar hjá mér:
"Ákærðu eru (shit hvað mér leiðist). Ákærðu eru gefin að sök (Hver eru aftur þessi ákærðu?). ...gefin að sök brot á ákvæðum almennra hegningarlaga (þetta er ótrúlega leiðinlegt. Ég hlakka til að vera búinn að lesa þetta), laga um bókhald og hlutafélög (ég get ekki meira. Ég mun deyja við að lesa þetta). ...laga um bókhald og hlutafélög á árunum 1998 til (Nóg komið! Nú drep ég mig) 2002... (Hvað gerði ég aftur við sögina mína?)"
Eftirfarandi ályktun er dregin:
Lögfræði = Viðbjóður
Viðbjóður = Barnaníðingar
Lögfræði = Barnaníðingar
Barnaníðingar = Bannaðir með lögum
Þannig færst að Lögfræði ætti að vera bönnuð með lögum.
Einfalt.
föstudagur, 21. júlí 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
* Religion easily—has the best bullshit story of all time. Think about it. Religion has convinced people that there's an invisible man...living in the sky. Who watches everything you do every minute of every day. And the invisible man has a list of ten specific things he doesn't want you to do. And if you do any of these things, he will send you to a special place, of burning and fire and smoke and torture and anguish for you to live forever, and suffer, and burn, and scream, until the end of time. But he loves you. He loves you. He loves you and he needs money (Hlustið á þetta hér).
* Catholic - which I was until I reached the age of reason.
-George Carlin
Þetta eru sennilega með betri línum frá grínista sem ég hef séð. Samt eru þær ekki fyndnar.
* Catholic - which I was until I reached the age of reason.
-George Carlin
Þetta eru sennilega með betri línum frá grínista sem ég hef séð. Samt eru þær ekki fyndnar.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Viðvörun: ef þú hefur ekki bloggað í mánuð þá muntu þurrkast úr hlekkjunum á þessari síðu næstu daga.
Allavega, Stefán Bogi hefur opnað nýja og nokkuð smekklega, græna heimasíðu. Þar sem allt vænt er grænt þá fannst mér rétt að bæði gefa honum hlekk hér til hægri og í þessari færslu. Hlekkurinn er hér.
Allavega, Stefán Bogi hefur opnað nýja og nokkuð smekklega, græna heimasíðu. Þar sem allt vænt er grænt þá fannst mér rétt að bæði gefa honum hlekk hér til hægri og í þessari færslu. Hlekkurinn er hér.
fimmtudagur, 20. júlí 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í hverri einustu ferð minni í sundlaug Egilsstaða gerist eftirfarandi:
* Ég vel mér afvikinn krók til að hengja allt mitt.
* Í klefanum eru amk tvö hlaupandi og öskrandi krakkaógeð.
* Í sturtunni er amk eitt grenjandi/öskrandi krakkaógeð.
* Ég hugsa "ef ég eignast einhverntíman barn þá drep ég mig"
* Þegar ég kem til baka stendur ALLTAF nakinn maður við fötin mín svo erfitt er að klæða sig í friði.
* Ég dey smá innra með mér.
* Ég vel mér afvikinn krók til að hengja allt mitt.
* Í klefanum eru amk tvö hlaupandi og öskrandi krakkaógeð.
* Í sturtunni er amk eitt grenjandi/öskrandi krakkaógeð.
* Ég hugsa "ef ég eignast einhverntíman barn þá drep ég mig"
* Þegar ég kem til baka stendur ALLTAF nakinn maður við fötin mín svo erfitt er að klæða sig í friði.
* Ég dey smá innra með mér.
þriðjudagur, 18. júlí 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég taldi í gær að ég ætti 31 bol og 25 nærbuxur. Auk þessa á ég 3 gallabuxur og 3 hlaupabuxur. Ennfremur á ég 7 peysur.
Ef ég yrði að vera í einum nærbuxum, einum bol, einni peysu og einum buxum þá get ég farið í 32.550 mismunandi samsetningar á fötum. Þá tel ég ekki sokkana með en ég á um 40 pör af sokkum.
Og ég er með valkvíða. Mjög gott.
Ef ég yrði að vera í einum nærbuxum, einum bol, einni peysu og einum buxum þá get ég farið í 32.550 mismunandi samsetningar á fötum. Þá tel ég ekki sokkana með en ég á um 40 pör af sokkum.
Og ég er með valkvíða. Mjög gott.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)