föstudagur, 28. júlí 2006

Í dag á ég afmæli og í afmælisgjöf fékk ég endanlega staðfestingu á því að Soffía mín er hin fullkomna kærasta þegar hún bakaði tvær tertur, klæddi sig upp og gaf mér svo afmælismáltíð (með tengdó) í hádeginu ásamt pakka sem innihélt bakpoka og göngubuxur sem ég hyggst nota óspart það sem eftir lifir ævi minnar.

Ég fékk ennfremur staðfestingu á því að tengdaforeldrar mínir, hjá hverjum ég bý þetta sumarið, eru þeir bestu sem nokkur getur ímyndað sér þar sem þau elda alltaf ofan í okkur Soffíu og sjá okkur fyrir andlegri skemmtan með því einu að tala við okkur en þau gáfu mér mjög flotta peysu.

Á körfuboltaæfingu fékk ég svo endanlega staðfest að hægri fóturinn á mér er ónýtur og þarfnast uppskurðar, sem ég pantaði mér í morgun og fer í í lok næsta mánaðar.

Ég hélt ég myndi aldrei segja þetta án þess að vera að grínast en það er svo sannarlega hörkufjör á heimavist þessa dagana.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.