mánudagur, 19. júlí 2010

Vafasöm skokkleið

Í gær fór ég út að hlaupa aldrei þessu vant en það geri ég þegar ég er á mörkum þess að missa vitið úr hreyfingarleysi. Virkni mín hefur snarlega minnkað eftir að ég ákvað að taka mér pásu frá lyftingum og tognaði frekar illa frá körfuboltanum fyrir næstum mánuði síðan.

Allavega, ég skokka yfirleitt á kvöldin og á nóttunni í Kópavogi. Hér er síðasta skokkleiðin:

Er skemmtilegra en lítur út fyrir að vera úr lofti.
Lítur þetta kunnuglega út? Hér er smá hjálp:

Brjánn Byssa.
Lítur þessi færsla kunnuglega út? Hér er önnur svipuð færsla frá í febrúar.

Ef undirmeðvitund mín les þetta: Hættu að láta mig ganga í furðulegar útlínur séð úr nokkra kílómetra hæð! Fólk er farið að horfa undarlega á mig.

Ef samstarfsfólk mitt les þetta: Engar áhyggjur, það er erfitt að finna minna ofbeldisfullan einstakling en mig.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.