Í gær, eins og ca alla sunnudaga, fór ég í göngutúr um Laugardalinn til að, m.a., hugsa minn gang. Þegar ég snéri aftur fór ég að hugsa leiðina sem ég fór og hversu óvenjuleg hún hafi verið.
Ég ákvað að teikna loftmynd af leið minni:
Smellið á myndina fyrir stærra eintak í nýjum glugga.
Mér fannst ég kannast við eitthvað á þessari mynd, svo ég snéri henni lítillega og stækkaði:
Óhugnarlegt! Ég var greinilega að teikna vélbyssu með gönguferð minni. Svona vélbyssu, nánar tiltekið:
En hvað átti þetta að merkja? Hvað var undirmeðvitundin að reyna að segja mér?
Ég skoðaði dagbókina mína og sá að í kvöld átti að fara fram leikur UMFÁ gegn HK í 2. deildinni og ég skráður í byrjunarlið UMFÁ. Þetta var þá merki um að ég ætlaði að skjóta eins og brjálaður í leiknum og skora eins og villisvín.
Allavega, leiknum lauk með sigri UMFÁ 83-75. Ég tók tvö skot. Undirmeðvitund mín er hálfviti.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.