þriðjudagur, 20. júlí 2010

Lyktarskyn lögreglumanna

Þetta er áhugaverð frétt, svo ekki sé meira sagt. Hún segir frá lögreglu sem er á gangi um Eyrarbakka og finnur kannabislykt. Hún eltir lyktina og rekur hana alla leið að íbúð, þar sem hún kallar á liðsauka og böstar kannabisframleiðslu.

Við fyrstu sýn virðist allt eðlilegt í henni. En ef vel er að gáð má sjá að hún er glórulaus. Nokkur atriði:

  1. Lögreglan er í eftirlitsferð. Hvenær sáuð þið lögreglu gangandi í eftirlitsferð síðast utan miðbæjarsvæðis?
  2. Þeir finna kannabislykt. Og elta lyktina? Að húsi? Að íbúð í húsi? Það er ótrúlega vel gert.
  3. Þeir eru svo logandi hræddir við þessa kannabislykt að þeir hringja í liðsauka? Af hverju? Héldu þeir að kannabisneytendurnir væru snarvitlausir?
  4. Í íbúðinni var verið að framleiða kannabis með þar til gerðum rafmagnsþungum gróðurhúsalömpum. Ég efast um að kannabisframleiðendur hafi verið að reykja á meðan framleiðslu stóð, þar sem mér skilst að efnið sé mjög letjandi.
Þetta finnst mér líklegra:
  1. Lögreglan skoðaði rafmagnsreikningana á Eyrarbakka og sá óvenju háan rafmagnsreikning í umræddri íbúð, sem er vísbending um ræktun einhverskonar.
  2. Lögreglan ákveður að banka upp á, með liðsauka.
  3. Í ljós kemur kannabisræktun. Handtökur.
  4. Lögreglan skáldar einhverja fáránlega sögu um að lögreglan sé með lyktarskyn á heimsmælikvarða á göngu um hverfið, þar sem ég geri ráð fyrir að ólöglegt sé að njósna um rafmagnsnotkun einstaklinga.
Ef þetta er rétt frétt legg ég til að lögreglan starti nussveit, sem gengur um íbúðarhverfi og nusi út í loftið í þeirri von að finna helling af kannabisbófum.

7 ummæli:

  1. Tad mætti lika alveg rada tessa löggu med tetta otrulega lyktarskyn a keflavikurflugvöll. Gefa hundunum sma fri.

    Styrmir

    SvaraEyða
  2. Það sem Styrmir sagði. Til hvers er verið að þjálfa upp sérstaka leitarhunda?

    SvaraEyða
  3. Já ég hef rekið augun í þessar fréttir undanfarið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fréttatilkynningar lögreglunnar ljá lögregluþjónum ofurnæmt lyktarskyn, ég fann þessar með stuttri leit á vísi:

    http://www.visir.is/article/2009213278342
    http://www.visir.is/article/2010761449243
    http://www.visir.is/article/2009534645660
    http://www.visir.is/article/2009414787017

    Ég held það sé nokkuð víst að stóraukin rafmagnsnotkun á tilteknu heimilisfangi sé skýringin, frekar en að árvökull lögregluþjónn hnusi gras úr íbúð á þriðju hæð á Laugaveginum.. Og væntanlega er þetta ólöglegt, einsog þú minnist á. En það kemur mér á óvart að þeir sem til þekkja, og hljóta að sjá í gegnum þessa þvælu, sé bara sléttsama.

    Það væri reyndar gaman að sjá hvort einhver bendi á það augljósa þegar og ef þessi mál fara fyrir dóm.

    SvaraEyða
  4. Þetta er náttúrulega bilun

    SvaraEyða
  5. ef það voru svona skrýtnar lyktir sem bentu til þess að það var kannabisræktun.. afhverju voru nágrannar þá ekki búnir að kvarta?

    SvaraEyða
  6. Þeir eru augljóslega ekki með jafn gott lyktarskyn og löggurnar

    Styrmir

    SvaraEyða
  7. Styrmir og Esther: Af því þeir vinna launalaust, þegar löggan vinnur bara næstum launalaust.

    Björn: Ég hef einmitt líka tekið eftir þessu í dópböstfréttum undanfarið og nennti ekki að blogga ekki um þetta núna. Takk fyrir hlekkina.

    Það er rétt, það er ólíklegt að nokkur sé að fetta fingur út í þessa aðferð. Bara spurning hvar þetta endi samt ef þetta er þróast áfram svona.

    Spritti: True dat.

    Nafnlaus: Það sem Styrmir sagði.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.