laugardagur, 17. júlí 2010

Draumfarir

Í nótt dreymdi mig handbolta. Hvað ætli það geti þýtt?

Draumaráðningar eru í mínum huga kjaftæði en aðalreglan þar er að eitthvað öfugsnúið við það sem þig dreymir muni gerast. T.d. ef þig dreymir gjaldþrot þá muntu verða ríkur og svo framvegis.

Eftir að hafa dreymt leiðinlegustu íþrótt allra tíma, handbolta, spilaði ég skemmtilegustu íþrótt allra tíma í dag, körfubolta. Svo draumaráðningarnar virkuðu í þetta skiptið fyrir einhverja stórkostlega heppni.

2 ummæli:

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.