þriðjudagur, 27. júlí 2010

Sumarfrí

Ég tók mér frí fyrir hádegi dag af því ég er of latur til að taka mér alvöru sumarfrí.

Klukkan 10 í morgun var svo hringt í mig úr vinnunni og ég beðinn um að skila smá skýrslu fyrir einhvern fund.

Eftirfarandi gerist þegar:

  1. Ég er vakinn.
  2. Ég er beðinn um að gera eitthvað.
  3. Minnið er mjög lélegt.
  4. Ég er með penna en ekkert til að skrifa á.
  5. Ég er bara með aðra hendina lausa (hin hélt á símanum).

Fyrir þá sem eru slæmir í líffræði þá er þetta hægra lærið á mér, rétt fyrir ofan hné.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.