mánudagur, 26. júlí 2010

Villtur

Í gærkvöldi náði ég að villast í Reykjavík í fyrsta sinn síðan ég þorði fyrst að keyra bíl hérna (5 ár síðan).

Klukkan 20:15 ákvað ég að kíkja í sund í Árbæjarlaug en hún lokar klukkan 21:00, sem þýðir að hleypt er í hana til klukkan 20:30. Ég þurfti því að hafa hraðar hendur.

Að neðan má sjá kort af svaðilförinni:

Smellið á mynd fyrir óþarflega nákvæmt kort í nýjum glugga.
Hér er það sem þarf að vita:

  1. Gula línan er leiðin sem ég fór.
  2. Rauða línan er rétt leið.
  3. Hjá Álfabakka svínaði strætó fyrir mig. Ég var taugaspenntur fyrir (þar sem tíminn var knappur) svo ég  tók glórulausa beygju í Álfabakka.
  4. Ég var enn pollrólegur, haldandi að það væri ekkert mál að komast úr þessu hverfi. Það var reyndar hægt, skömmu síðar, en þá beygði ég í ranga átt og endaði einhversstaðar í buskanum.
  5. Klukkan 20:30 áttaði ég mig á stöðunni, staddur í miðju kirkjuhverfi og bölvandi mjög hátt.
  6. Ég keyrði því í 10-11 og fékk mér að borða.

Merkilegt nokk þá var þetta ekki versta sundferð sem ég hef farið í. Hún innihélt ca 13-14 tonn af börnum, öskur og eymd. Meira um það aldrei.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.