föstudagur, 23. júlí 2010

Minnisleysi

Ég hef löngum státað af einu versta minni allra tíma. Hér eru tvö dæmi:

1. Brandari

Eftirfarandi samtal átti sér nýlega stað í spjallforritinu MSN:

Finnur: What is brown and rhymes with Snoop?
Finnur: Dr. Dre
Jónas Reynir: hehe þessi er bestur
Finnur: hehehe já
Jónas Reynir: [brot úr gömlu samtali]
Jónas Reynir: What's brown and rhymes with snoop?
Jónas Reynir: Dr. Dre
Finnur: hahahaha
Jónas Reynir: hann var sérstaklega góður í ÁGÚST Í FYRRA!!!!!
Finnur: andskotinn
Finnur: sá þetta á [netinu] í dag og hló eins og vitleysingur, sjáandi þetta í fyrsta sinn
Jónas Reynir: hann er betri í 2. skiptið
Jónas Reynir: [brot úr gömlu samtali]
Finnur: beint á facebook með þetta helvíti
Jónas Reynir: kominn
Finnur: hehehehe
Finnur: hann er betri í 2. skiptið
Finnur:
Finnur: ég er með rosalega lélegt minni


2. Leit

Ég spurði Jónas Reyni hvort honum væri sama þó ég bloggaði um samtalið að ofan. Hann samþykkti og benti mér á að það væru til helling af svona dæmum um mig í samtalsloggum. Hann bauðst til að leita í þeim. Þetta varð niðurstaðan:

Jónas Reynir: Ég prófaði að leita að orðinu "manstu" í spjall loggunum.
Jónas Reynir: Ég virðist bara hafa notað þetta orð í samtölum okkar.
Jónas Reynir: Þú hefur sagt það einu sinni: [brot úr gömlu samtali]
Finnur: manstu heimilisfangið mitt?

Ég biðst velvirðingar ef ég hef skrifað þessa færslu áður.

2 ummæli:

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.