föstudagur, 30. júlí 2010

Inception upplifun

Í gær átti ég afmæli eins og mér einum er lagið (+/- sjö milljarðar). Dagurinn var hnoðfullur af skemmtun. Hann innihélt meðal annars:
  1. Smekkfullan vinnudag af Excel vinnslu.
  2. Kaffiboð hjá pabba þar sem boðið var upp á pönnukökur og skemmtilegt spjall.
  3. Hörkufjöruga körfuboltaæfingu þar sem ég var niðurlægður ítrekað af mun betri leikmanni. Það var mér til happs að ég hef mikla nautn af því að láta niðurlægja mig.
  4. Bíóferð á Inception (Ísl.: Fjör á fjölbraut).
Nánar um atriði 3 4:

Myndin fjallar um hóp sem leggur í hættuför í huga erfingja risafyrirtækis í þeirri von að planta hugmynd í kollinn á honum. Myndin er blanda af James Bond, Matrix og Juno.

Hún er mjög vel gerð og skemmtileg. Mæli með henni.

Í kvöld var ég að hugsa um myndina og velta fyrir mér þeim möguleika að versla mér íbúð á næstunni. Ennfremur var ég að velta fyrir mér þeim möguleika að geta dreymt án þess að átta sig á því að vera sofandi. Þá rakst ég á þetta:

Þetta er keyrandi hús.
INCEPTION

2 ummæli:

  1. Ok, nú vitum við allt um kaffiboðið hjá pabba, en um hvað er myndin?

    SvaraEyða
  2. hehehe Myndin er um fjörugt fólk í góðum gír.

    Lagaði færsluna.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.