- Smekkfullan vinnudag af Excel vinnslu.
- Kaffiboð hjá pabba þar sem boðið var upp á pönnukökur og skemmtilegt spjall.
- Hörkufjöruga körfuboltaæfingu þar sem ég var niðurlægður ítrekað af mun betri leikmanni. Það var mér til happs að ég hef mikla nautn af því að láta niðurlægja mig.
- Bíóferð á Inception (Ísl.: Fjör á fjölbraut).
Myndin fjallar um hóp sem leggur í hættuför í huga erfingja risafyrirtækis í þeirri von að planta hugmynd í kollinn á honum. Myndin er blanda af James Bond, Matrix og Juno.
Hún er mjög vel gerð og skemmtileg. Mæli með henni.
Í kvöld var ég að hugsa um myndina og velta fyrir mér þeim möguleika að versla mér íbúð á næstunni. Ennfremur var ég að velta fyrir mér þeim möguleika að geta dreymt án þess að átta sig á því að vera sofandi. Þá rakst ég á þetta:
Þetta er keyrandi hús. |
INCEPTION
Ok, nú vitum við allt um kaffiboðið hjá pabba, en um hvað er myndin?
SvaraEyðahehehe Myndin er um fjörugt fólk í góðum gír.
SvaraEyðaLagaði færsluna.