Dressmann, sú verslun sem hingað til hefur skaffað mér nærbuxur á góðu verði, hækkaði verðið svo mikið nýlega að ég get ekki með góðri samvisku keypt þær lengur.
Verðið á stökum nærbuxum hækkaði um 11%, sem er svosem ekki hræðilegt. Það sem er hræðilegt er að "kauptu þrjár, borgaðu fyrir tvær" tilboðið er ekki lengur til staðar. Þess í stað er viðskiptavinum boðið að kaupa þrjú pör á "aðeins 4.990 krónur".
Hér er tafla sem sýnir þetta betur:
Þarna sést að verðið á þremur nærbuxum fer úr 3.580 krónum yfir í 4.990 krónur, sem er 39% hækkun. Afslátturinn sem gefinn er af þremur í einu lækkar þannig úr 33% í 16%, um leið og verðið á stökum nærbuxum hækkar um 11%.
Ennfremur hefur allt verðlag í verslununum snarhækkað sýnist mér, en erfitt er að gera samanburð þar sem vörurnar breytast frá ári til árs.
Leitt, því ég hef verslað öll (undir)föt hjá Dressmann í mörg ár. Nú panta ég þau einhversstaðar ódýrara á netinu. Eða læt loks verða af því að gerast strípalingur.
sunnudagur, 30. mars 2014
fimmtudagur, 13. mars 2014
Símastuldur í World Class Laugum
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fyrir um það bil tveimur vikum skrapp ég í ræktina (World Class Laugum) um miðjan dag. Á meðan á stjórnlausum lyftingum stóð var símanum mínum stolið úr fataskápnum.
Síminn er af tegundinni IPhone 5s. Ég átti enga mynd af honum svo hér er hann teiknaður eftir minni:
Ef þú hefur séð hann eða séð einhvern með einhvernveginn svona síma, láttu mig vita í finnurtg@gmail.com eða hringdu í lögregluna.
Ef þú stalst honum þá vinsamlegast skilaðu honum í afgreiðslu World Class Laugum. Ef þú vilt ekki skila honum, vinsamlegast fáðu krabbamein í eistun.
Viðbót: Lesendur hafa verið að kvarta undan ekki nógu góðri mynd af símanum. Fyrir þá vil ég benda á að hægt er að smella á myndina fyrir stærra einstak.
Síminn er af tegundinni IPhone 5s. Ég átti enga mynd af honum svo hér er hann teiknaður eftir minni:
Ef þú hefur séð hann eða séð einhvern með einhvernveginn svona síma, láttu mig vita í finnurtg@gmail.com eða hringdu í lögregluna.
Ef þú stalst honum þá vinsamlegast skilaðu honum í afgreiðslu World Class Laugum. Ef þú vilt ekki skila honum, vinsamlegast fáðu krabbamein í eistun.
Viðbót: Lesendur hafa verið að kvarta undan ekki nógu góðri mynd af símanum. Fyrir þá vil ég benda á að hægt er að smella á myndina fyrir stærra einstak.
miðvikudagur, 12. mars 2014
Samtal í matvöruverslun
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fyrr í kvöld fór ég í matvöruverslun og lenti fyrir aftan stúlku sem leit svona út:
Þegar kom að henni á kassanum tók við henni þessi afgreiðslustelpa:
Hún virtist ósátt við eitthvað. Þá tóku við þeirra samskipti.
Afgreiðslustelpan: "Var það eitthvað fleira?"
Viðskiptavinur: "Nei."
A: "Kannastu við ennið á mér?"
V: "Ha? Kannast ég við ennið á þér?"
A: "Já, þú ættir að gera það. Þú lamdir mig í ennið á [framhaldsskóli] ballinu um helgina!"
V: "Ó, varst það þú?"
A: "Já!"
V: "Ah ok. Hvað heitirðu?"
A: "[Nafn]!"
V: "Já ok. Ég var svo full að ég man ekkert."
A: "Já, þú komst af klósetinu og barðir mig!"
V: "Einmitt það já. Heyrðu talaðu við mig á Facebook eða eitthvað."
Ég, hugsandi: "Heimurinn þarf að vita af þessu samtali!"
Og nú gerir hann það.
ATH. Þetta eru ekki ljósmyndir af viðkomandi aðilum heldur túlkun undirritaðs á þeim.
Þegar kom að henni á kassanum tók við henni þessi afgreiðslustelpa:
Hún virtist ósátt við eitthvað. Þá tóku við þeirra samskipti.
Afgreiðslustelpan: "Var það eitthvað fleira?"
Viðskiptavinur: "Nei."
A: "Kannastu við ennið á mér?"
V: "Ha? Kannast ég við ennið á þér?"
A: "Já, þú ættir að gera það. Þú lamdir mig í ennið á [framhaldsskóli] ballinu um helgina!"
V: "Ó, varst það þú?"
A: "Já!"
V: "Ah ok. Hvað heitirðu?"
A: "[Nafn]!"
V: "Já ok. Ég var svo full að ég man ekkert."
A: "Já, þú komst af klósetinu og barðir mig!"
V: "Einmitt það já. Heyrðu talaðu við mig á Facebook eða eitthvað."
Ég, hugsandi: "Heimurinn þarf að vita af þessu samtali!"
Og nú gerir hann það.
ATH. Þetta eru ekki ljósmyndir af viðkomandi aðilum heldur túlkun undirritaðs á þeim.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)