Hér er nýjasta hlass af myndum sem ég hef séð í bíóhúsum:
Cloud Atlas (Ísl.: Óbærilegur léttleiki tilverunnar)
Fjallar um ca 250 mismunandi hluti og karaktera sem allir tengjast á einn eða annan hátt. Sömu leikararnir bregða sér í hlutverk allskonar persóna í gegnum myndina, sem er ein helsta skemmtunin við myndina. Hún er mjög vel gerð en söguþráðurinn full epískur fyrir minn smekk.
Tvær og hálf stjarna af fjórum.
The Impossible (Ísl.: Hið ólíklega)
Hjón með þrjá stráka lenda í miðri flóðbylgju á Indlandi jólin 2004 og upphefst leit að hvoru öðru. Myndin er auðvitað byggð á sönnum atburðum. Svo virðist sem Ewan McGregor geti ekki staðið sig illa eða leikið í slæmum myndum. Myndin er stórbrotin, áhugaverð og býsna ógeðsleg á köflum eða góð afþreying, eins og ég kýs að kalla hana.
Þrjár stjörnur af fjórum.
Django Unchained (Ísl.: Ókeðjaði blámaðurinn)
Quentin Tarantino tekur fyrir ævintýri Django, sem byrjar myndina sem þræll í Bandaríkjunum á gullöld þeirra. Tannlæknir kaupir hann og þiggur aðstoð frá honum við að finna skúrka. Upphefst samstarf og pínu platónísk ástarsamband (Ens.: Bromance).
Það er ekki oft sem jafn skemmtilegar og vel gerðar myndir koma í bíó. Myndin hefur allt: Réttlæti, snargeðveikt ofbeldi, ótakmarkaða fegurð og góðan leik.
Fjórar stjörnur af fjórum.
Kom tár á hvarmi þegar þú sást The Impossible?
SvaraEyðaÞað kom táraflaumur og jafnvel smá öskurekki.
SvaraEyða