Í jólablaði Fréttablaðsins i dag eru nokkrir aðilar spurðir nokkurra spurninga. Að sjálfsögðu var litið framhjá mér þegar kom að þessum spurningum! Ég læt ekki vaða svona yfir mig og svara því spurningunum hér.
Barnajól
Hvers vegna höldum við jól?
Til að taka smá pásu frá hversdagslega lífinu og til að fagna hækkandi sól.
Hvað langar þig mest í jólagjöf?
Að sofa út í 10 daga í röð.
Hvað eru jólasveinarnir margir?
Einn og átta. Og fjórir.
Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn?
Stúfur.
Hvað myndirðu vilja borða á jólunum?
Hvað sem er. Nema rækjur.
Hvernig lítur jólakötturinn út?
Ekki ósvipaður Jóni Stóra, handrukkara.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.