Í dag hóf ég leit að nýju áhugamáli þegar ég, í stað þess að leggja mig eftir vinnu, henti í þvottavél, fór í sturtu, rakaði mig og þreif húsið.
Í stað þess að finna eitthvað sem ég gat hugsað mér að gera af áfergju reglulega, fann ég mér and-áhugamál. Það felur í sér að þrífa rimlagluggatjöld. Ekkert í þessu lífi er leiðinlegra að gera.
Ég stefni á að gera það sem allra sjaldnast og af mjög litlum áhuga. Ég vil gjarnan að það standi "Hann komst í gegnum lífið án þess að þrífa rimlagluggatjöld mjög oft" á legsteininum mínum.
Eftir þennan fund lagði ég mig.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.