Marta María hunsaði mig þessa vikuna þegar hún tók einhvern Teit framyfir mig í liðnum "Hvað er að frétta, [nafn]?" liðnum á síðu sinni (sjá hér).
Ég læt ekki vaða svona yfir mig og svara spurningunum hérna, fullum hálsi!
Halló, hvað er að frétta?
Ég er veikur!
Hvar áttu heima?
Í Furugrund í Kópavogi.
Hvað ertu búinn að vera að gera í vikunni?
Fyrir utan að liggja veikur og vorkenna sjálfum mér? Ekkert.
Hvað ætlarðu að gera á morgun?
Ég hugsa að vinni eitthvað, með tárin í augunum, passi Valeríu Dökk frænku mína og leggist svo fyrir. Kannski ég vorkenni sjálfum mér ef ég er í stuði.
Eigum við að skila einhverju til vina og vandamanna?
Já þú mátt biðja Sibba um að hringja í mig við tækifæri. Takk.
ps.?
Ef ég gæti fengið virðisaukaskattinn af pappírnum sem notaður hefur verið í snýtingar síðustu daga endurgreiddan þá væri ég moldríkur maður.
u are killing me hérna!!!! :)
SvaraEyða