1. Comedy Bang Bang
Grínistinn Scott Aukerman tekur á móti gestum sem allir eiga það sameiginlegt að vera fyndnir eða tónlistarmenn. Yfirleitt bæði. Í nánast hverjum þætti mæta svo karakterar sem hafa fengið mig til að frussa úr hlátri í vinnunni.
Dæmi: IBrain smásagan eftir Brett Gelman. Sennilega eitthvað það fyndnasta sem ég hef heyrt.
2. Grandma's Virginity
Ryan Ridley, Justin Roiland og Jackie Buscarino
Justin Roiland er einn fyndnasti maður í heimi, eins og heyrist í þessum hljóðbúti, sem er svar hans við gagnrýni hlustanda sem heitir Kevin James.
3. Radiolab
Jad Abumrad og Robert Krulwich fjalla um áhugaverð mál á frumlegan hátt, segja sögur og taka viðtöl. Full mikið klippt efni á köflum og aðeins of mikill hressleiki en það sleppur. Margt af efninu er óendanlega áhugavert.
4. Freakonomics
Stephen Dubner tekur fyrir allskonar frávikshagfræði og skoðar í bak og fyrir. Mjög skemmtilegt en gefið út of sjaldan.
5. NBA Ísland
Baldur Beck tekur gesti í viðtal um körfuboltadeildir (aðallega þá Íslensku og Bandarísku). Eina Íslenska hlaðvarpið sem ég hlusta á. Mjög vel að því staðið og dúndrar í áhugamálspunginn á mér. Mæli sterklega með þessu!
Getur meira en verið að ég hafi spurt þig að þessu. Raddirnar í höfðinu á þér geta ekki tekið kredit fyrir allt sem þú gerir, fjandakornið.
SvaraEyða