Í nótt lá ég andvaka heima, aldrei þessu vant, þegar ég heyrði tíst í fugli fyrir utan gluggann hjá mér. Hann raulaði stutt lag reglulega og virtist vera að brotna saman úr einmannaleika.
Í framhaldinu fór ég að hugsa um hversu stórkostlegt það er að geta hlustað á gullfallegan smáfuglasöng, eins og þennan, nánast hvenær sem er, en gefa sér aldrei tíma til þess. Nú hafði ég tíma og ég ætlaði að njóta þess.
Þá áttaði ég mig á því að þetta var ekki fuglasöngur heldur blýstur úr nefinu á mér. Ég sofnaði tveimum tímum síðar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.