Í stað þess að versla inn mat í Bónus síðasta laugardag, eins og ég geri alla laugardaga, ákvað ég að kaupa bara 12 litlar dósir af vanillu kók.
Ég veit ekki af hverju eða hvað ég hélt að ég myndi borða alla vikuna, en þegar fjórir dagar eru liðnir af vikunni hef ég bara drukkið tvær dósir sem er merki um ótrúlegan sjálfsaga. Samkvæmt mínum útreikningum er það viljastyrkur upp á hestöfl meðalstórs Hummer jeppa.
Allavega, í stað þess að versla inn mat fyrir 5.000 krónur í Bónus hef ég eytt um 10.000 krónum í stakar máltíðir um allan bæ í þessari viku. Ekki snjallasta hugmynd sem ég hef fengið. En samt. Bara tvær kókdósir á fjórum dögum. Kallið mig bara andlegan Superman.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.