Nýlega dreymdi mig að ég lá í sófanum heima í Fellabæ og horfði á sjónvarpið þegar málverk á veggnum færðist allt í einu á hlið án þess að neinn ýtti við því. Ég spurði alla viðkomandi hvort þeir hefðu séð þetta gerast. Enginn hafði gert það.
Ég vaknaði skömmu síðar heima í Kópavogi og fór að spá í merkingu draumsins. Hvort undirmeðvitund mín væri að benda mér að líf mitt væri að fara á hlið án þess að ég gæti nokkru við ráðið og þegar að ég nefndi það við fólk þá kannaðist enginn við vandamál in sem væru að hrjá mig.
Því næst reif ég mig á fætur, enda orðinn hálftíma of seinn í vinnuna, klæddi mig í gamla fatalarfa sem ég hef ætlað að endurnýja í tvö ár, bara til að sjá að eina málverkið mitt, sem hangir í stofunni, er komið á hlið, einhverra hluta vegna.
Undirmeðvitund mín var semsagt að benda mér á að ég þyrfti að laga eina málverkið mitt. Takk undirmeðvitund. Ég laga hana einhverntíman í næstu viku, ef ég nenni.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.