miðvikudagur, 15. ágúst 2012

Kjörþyngd

Eftir áralanga baráttu við ókílóin (andstæða aukakílóa) hef ég náð að festa mig í kjörþyngd, 90 kílóum. Lengst af var ég á milli 75 og 85 kílóa.

En hvað er ég þá að borða mikið af kalórium á dag? Og hvað myndi ég vera þungur ef ég minnkaði hreyfingu mína eða yki (það er orð) hana?

Hvað ef ég þróaði með mér áráttu- og þráhyggjuröskun og vildi í framhaldinu bara borða nákvæmlega 3.000 kalóríur á dag, hvað ætti þá að vera þungur?

Þetta þurfti ég að setja í Excel skjal, eftir að hafa fundið formúlur um þetta á intervefnum. Hér er niðurstaðan:


Smellið á mynd fyrir stærra eintak og farið hingað ef þið viljið slá inn ykkar upplýsingar í Excel skjalið.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.