mánudagur, 27. ágúst 2012

Excel æði ungra kvenna

Þessa stuttu og snaggaralegu frétt las ég brosandi eyrnanna á milli. Fréttin segir frá því að Justin Timberlake sé alveg eins og ég: að hann komist ekki í gegnum daginn án þess að nota Microsoft Excel skjöl.

Brosið breyttist þó fljótt í skeifu þegar ég googlaði Justin Timberlake og Excel, og fann þessa glænýju frétt.

Þarna kemur fram að unnusta Justin Timberlake segir hann "excela" (ísl. að skara fram úr) í öllu sem hann taki sér fyrir hendur.

Skeifan breyttist svo í hrossahlátur þegar ég áttaði mig á þessari fáránlegu þýðingarvillu hjá Mogganum.

Viðbót: Fréttin var fjarlægð, skiljanlega. Hér að neðan er skjáskot af deilingu minni á fréttinni á Facebook, þegar ég var hættur að mestu að skjálfa yfir Excel blæti Justin Timberlake. Þarna sést allur textinn um Excel notkun hans.


Annars er mannlegt að gera mistök sem þessi. Sjálfur hef ég lagað innsláttarvillur ca 20 sinnum síðan ég skrifaði þessa færslu.

Viðbót 2: Komin er ný frétt í stað þeirrar sem var eytt fyrr í dag. Sjá hana hér. Mogginn viðurkennir auðvitað mistökin eins og allir alvöru miðlar gera og býður upp á Excel námskeið fyrir einn heppinn lesanda til að toppa allt saman. Vel gert. Meira svona.

5 ummæli:

 1. Excel æði ungrar konu, takk. Ekki stimpla restina :)

  SvaraEyða
 2. Vonandi tók einhver screenshot af þessu, því fréttin er horfin

  SvaraEyða
 3. Inga: Þetta var býsna langsóttur titill á færslunni. Hún átti að gefa í skyn að sú staðreynd að Justin Timberlake notaði Excel myndi varpa fram Excel æði aðdáenda hans, sem eru flestir ungar konur. Og ég.

  Annars var fréttin fjarlægð. Ekkert að sjá hér.

  SvaraEyða
 4. http://www.facebook.com/#!/photo.php?fbid=10151016432552761&set=a.10150229657537761.313688.579977760&type=1&theater

  SvaraEyða
 5. Þetta er afsakað sem fljótfærnisvilla en klaufaskapurinn er, ásamt innihaldi "fréttarinnar", dæmi um lægsta stig blaðamennsku

  SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.