- Ég á snjallsíma.
- Ég sótti mér smáforritið Swiftkey til að vera sneggri að skrifa sms, þar sem ég fyrirlít sms skrif.
- Swiftkey virkar þannig að forritið skoðar allt sem ég hef sagt á allskonar síðum og í fyrri sms-um og giskar á hvaða orð kemur næst, miðað við sögu mína.
Þegar ég opna nýtt sms form og nota bara ágiskanir forritsins kemur eftirfarandi setning í ljós:
„Ég held að það afsanni að þeir sem nota má til dæmis í nýjum glugga.“
Þetta er klassísk setning frá mér. Ég er að hugsa um að svara öllum sms-um hér eftir með þessari setningu. Þeir sem ekki skilja hana þekkja mig bara ekki nógu vel.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.