föstudagur, 27. júlí 2012

Svitn

Í ræktinni í gær gerði ég smá rannsókn, þegar ég sá fram á að þurfa að klára klukkutíma skokk syndandi, þar sem ég svitnaði meira en góðu hófi gegndi.

Ég settist á æfingarhjól og hjólaði á meðan ég horfði niður og taldi dropana sem láku af hausnum á mér í eina mínútu. Ég taldi 85 dropa.

Einn dropi er líklega um 60 ul (skv. googli) og 1 ul er 1/1.000.000 úr lítra. Einn dropi er því 0,00006 úr lítra. Á einni mínútu svitna ég þá 0,0051 lítrum bara frá hausnum.

Ef ég geri ráð fyrir að allsstaðar á líkamanum svitni ég jafn mikið og (skv. netinu) að höfuðið sé 9% af líkamanum, fæ ég út að allur líkami minn svitnar 0,057 lítrum á mínútu.

Ég er venjulega í klukkutíma í senn í ræktinni, sem gera 3,4 lítra af svita í hvert skipti. Sem betur fer drekk ég á milli 1 og 1,5 lítra af vatni á meðan og 2 lítra af gosi og viðbjóði á eftir.

Það eru smá líkur á að niðurstöðurnar séu örlítið skakkar, þar sem ég hágrét á meðan rannsókninni stóð og að við hliðina á mér var óvenju vel gerð stúlka (sem útskýrir taugaveiklaðan grátinn).

Nú getiði hætt að spyrja hversu mikið ég svitna á klukkutíma í ræktinni við brennslu, í lítrum talið.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.