þriðjudagur, 24. júlí 2012

Körfuboltahnjask

Í gær tók ég þá meðvituðu ákvörðun að geta ekkert í körfubolta, þegar ég mætti á æfingu á Álftanesi.

Á milli þess sem ég hitti ekki úr neinu skoti og gat ekkert í vörninni (viljandi!), átti ég eina lélegustu hreyfingu síðustu ára þegar ég hlussaði mér á eftir lausum bolta. Svo klunnlega bar ég mig við þetta að ég bæði í senn gaf á mótherja minn og lenti mjög illa á hægri hlið líkama míns.

Í dag get ég illa beitt hægri öxlinni á mér eða horft á mig beran að ofan án þess að dást að glóðarauganu á mjöðminni á mér.

Smellið á "lesa meira" til að sjá mynd af viðbjóðnum. Varúð! Ógeðsleg nekt.





0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.