sunnudagur, 22. júlí 2012

Smáhúsnæðislán

Seinni partinn í dag vaknaði ég við þá tilhugsun að stofna smálánafyrirtæki sem einbeitti sér að húsnæðislánum.

Svo ég ræsti Excel og rifjaði upp hvernig vextir þessara fyrirtækja virka.


Þarna má sjá hvernig ársvextir okurlá smálánafyrirtækisins 1909 eru við lengd nokkurra mismunandi upphæða.

Lengsta lánið með hæstu upphæðinni er með 427% ársvexti, sem væri ágætis viðmið þegar kæmi að húsnæðissmálánafyrirtækinu mínu. Smálánin eru endurgreidd í einu lagi, með vöxtum, sem gera þau að kúluláni. Það væri líklega fínt viðmið.

Segjum sem svo að einhver fáráður vildi taka 20 milljón króna smálán hjá mér fyrir íbúð, til 40 ára, eins og vaninn er, nema að hann ætlaði að borga það allt að lánstíma loknum.

Endurgreiðslan yrði 1.461.086 kvintilljónir eða 1,4 milljón kvintilljónir (kr. 1.461.086.227.569.500.000.000.000.000.000.000.000).

Einhverjir myndu kannski kvarta undan því að eiga erfitt með þessa afborgun, svo ég þyrfti líklega að bjóða upp á mánaðarlega afborgun.

Með 427% ársvöxtum yrði þá meðal mánaðarleg jafngreiðslulánsafborgun af 20 milljón króna láni rúmlega 7,1 milljón eða tæpar 6,2 milljónir ef viðkomandi myndi vilja jafnafborgunarlán.

Ég efast þó um að ég myndi bjóða upp á þann möguleika. Það yrði varla þess virði.


2 ummæli:

  1. Þorsteinn7.8.2012, 12:36

    Flott að benda á þetta, en eins og ég skil þig þá er pínu villa í þessum útreikningi í töflunni. Þar reiknar þú upp kúlulán og virðist svo deila þeirri upphæð niður á mánuðina.
    Í textanum segir þú aftur "Með 427% ársvöxtum yrði þá meðal mánaðarleg jafngreiðslulánsafborgun af 20 milljón króna láni rúmlega 7,1 milljón eða tæpar 6,2 milljónir ef viðkomandi myndi vilja jafnafborgunarlán." sem væri réttari nálgun.

    Breytir reyndar ekki þeirri niðurstöðu að þetta eru svívirðilega háir vextir.

    SvaraEyða
  2. Takk fyrir ábendinguna Þorsteinn.

    Taflan sýnir þó bara heildar endurgreiðslu lána eftir gerð þeirra.

    Þannig, miðað við lán frá 1909, er heildarendurgreiðsla 20 milljóna króna kúluláns kr. 1.461.086.227.569.500.000.000.000.000.000.000.000 en endurgreiðslan "bara" rúmlega 1,7 milljarður í láni með jöfnum afborgunum og litlir 3,4 milljarðar í jafngreiðsluláni.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.