föstudagur, 20. júlí 2012

Leyndarmál

Þetta lag heyrði ég í vikunni og hef ekki getað losað það úr hausnum síðan, sem betur fer:



Lagið heitir Leyndarmál með söngvaranum Ásgeiri Trausta. Hann gefur út 10 laga plötu í ágúst. Hér má versla þetta lag og eitt í viðbót, sem er ekki síðra (sumargestur).

Annars er það að frétta af mér að ég ætla að reyna að koma mér í jólaskapið í kvöld með því að horfa á A Christmas Carol, sem er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 3:35.

Á morgun ætla ég svo að horfa á sprellifjörugu myndina Allt upp í loft á RÚV klukkan 22:10. Það verður spennandi að vita hvaða mynd það er.

Þess á milli ætla ég að sofa, spila körfubolta, vafra stjórnlaust um internetið, fara í ræktina og mögulega leika mér í Excel á nærbuxunum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.