Stórskemmtilegt hljóð fór að heyrast í öðru framhjólinu aðeins tveimur tímum eftir að ég sagði við við minn að ég gæti ekki kvartað undan bílnum þessa dagana, þar sem hann væri heill heilsu. Ég hyggst láta kíkja á hana á morgun. Ég hefði aldrei átt að kaupa þetta drasl.
Það þýðir ekki að velta sér upp úr mistökum fortíðar, heldur læra af þeim og finna betri bíl. Og það er akkúrat það sem ég hef gert. Ég fann hinn fullkomna bíl í nýlegu Fréttablaði. Ég hyggst senda inn tilboð næstu daga. Það er betra að yfirbjóða, þar sem eftirspurnin er líklega mikil eftir svona bílum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.