fimmtudagur, 14. júní 2012

Afturhvarf

Það gleður mig að tilkynna að Peugeot-inn minn er kominn úr viðgerð. Það hryggir mig þó meira að ég þurfti að greiða fyrir viðgerðina.

Ég vil gjarnan biðja þá sem þetta lesa að skrifa um mig í blöðin þegar ég dey "Finnur hefði getað orðið mikilmenni. En hann keypti sér Peugeot árið 2006. Hann varð aldrei samur eftir það."

Upphæðin sem ég greiddi fyrir viðgerðina er gott dúndurspark í peningapung minn og er hann þó ýmsu vanur þegar kemur að þessum andskotans bíl. Af hverju sel ég hann ekki? Af því ég gæti ekki horft í augun á manneskjunni sem ég seldi hann og myndi ekki sofa vel á eftir ef það tækist.

Til að dreifa huganum eru hér nokkrar myndir frá því ég bjó í Trékyllisvík frá árunum 1983-1988, þar sem ég lék mér áhyggjulaus alla daga í fótbolta við bræður mína á milli þess sem ég skrifaði tölur í stílabækur.

Í bílaleik með systkinum mínum og nokkrum hænsnum.

Ég, Björgvin og Styrmir, nokkuð hressir.

Eiki frændi, Björgvin, Styrmir og ég, mjög líklega nýkomnir úr fótbolta.

Ívar Örn, Styrmir og ég á LSD tímabilinu okkar.

Styrmir, ég, Björgvin og Kolla í dyragættinni í Finnbogastaðaskóla.

Styrmir, Ívar Örn, Sverrir Guðjóns og ég. Í sundi, minnir mig.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.