fimmtudagur, 10. maí 2012

Ástæða dalandi tíðni færslna

Nýlega skoðaði ég tíðni færslna á þessari síðu og komst að því að síðan er smámsaman að deyja. "Af hverju?", spurði ég.



Getur verið að blogg séu að deyja? Að enginn hafi áhuga á að lesa illa ígrundaðar færslur almennings og að það endurspeglist í tíðni færslna? Nei, það getur ekki verið!

Ég kom því með aðra tilgátu: Einhverskonar fylgni er á milli svefnvenja minna og tíðni færslna á síðunni.

Svo ég sótti gögn og setti saman í línurit:



Niðurstaða: Nei. Engin fylgni þar á milli.

Næsta tilgáta: Ég á mér of lítið líf til að ég geti skrifað um hvað ég geri utan vinnu og svefns.

Niðurstaða: Bingó!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.