
Getur verið að blogg séu að deyja? Að enginn hafi áhuga á að lesa illa ígrundaðar færslur almennings og að það endurspeglist í tíðni færslna? Nei, það getur ekki verið!
Ég kom því með aðra tilgátu: Einhverskonar fylgni er á milli svefnvenja minna og tíðni færslna á síðunni.
Svo ég sótti gögn og setti saman í línurit:

Niðurstaða: Nei. Engin fylgni þar á milli.
Næsta tilgáta: Ég á mér of lítið líf til að ég geti skrifað um hvað ég geri utan vinnu og svefns.
Niðurstaða: Bingó!
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.